sunnudagur, nóvember 11, 2007

Takk fyrir mig, æðislegur kvöldmatur :-))))))

Well well well
Þá er helgin búinn, já við búinn að borða þennan líka fína kvöldmat.
Erum að tala um að við ákváðum að fara í dag að viðra okkur og þá ákkúrat kom amma svo við fórum með henni í bíltúr, kíktum í langnýjustu dótabúðina sem var ekkert svaka spennandi en þeim bræðrum langaði að sjá hana. Þaðan fórum við yfir í IKEA þar sem þeir bræður sáu þessar svaka fínu jólakúlur "fjólubláar" ég skal sko alveg viðurkenna að þær voru rosalega flottar. Amma bauð síðan upp á ís eftir IKEA ferðina, svo það mætti eiginlega segja að við höfum fengið eftirréttinn fyrir matinn. Eftir IKEA kíktum við í matvöruverslun til að kaupa það sósuna sem Oliver vantaði í kvöldmatinn til að gera hann fullkominn, fundum við sósuna sem betur fer. Fórum úr búðinni og beint heim þar sem við lögðumst öll saman upp í sófa og horfðum á nýju bíómyndina sem amma var að kaupa, hún keypti Santa Claus 3 við lágum eins og klessur í sófanum.
Þegar bíóið var búið fóru þeir bræður að hafa til matinn, það voru gular baunir, hrísgrjón og svo bollurnar. Þetta var alveg rosalega gott hjá þeim, Oliver sá um að útbúa bollurnar, Kriss fékk svo að hnoða með honum nokkar bollur, Kriss lagði á borðið og hjálpaði mér að kveikja á kertunum. Gerðum svona cosy og huggó, höfðum kveikt á kertum, slökktum öll ljós og sátum svo saman við matarborðið sem var bara sætt.
Eftir matinn fór Stubburinn okkar í bað, naut sín alveg í botn, arbaði reglulega á Oliver að koma inn og taka af sér mynd. Sem Oliver að sjálfsögðu gerði. Við Oliver gengum frá eftir matinn og höfðum það huggulegt. Kriss fór svo að sofa og við erum að tala um hann sofnaði rétt rúmlega 19, við Oliver erum hins vegar kominn í sófan og stellingar þar sem Næturvaktin er að fara að byrja við Oliver missum sko ekki af því svona ykkur að segja.
Varð bara að segja ykkur hvað við litla fjölskyldan áttum notalega kvöldstund og að strákarnir sáu alfarið um matinn, bara huggulegt. Það verður gaman ef sunnudagarnir í framtíðinni verða allir svona (strákarnir sjá um matinn)....
Kv. Berglind montrass.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home