fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Snjórinn farinn

Sæll
Well well well
Þá er snjórinn farinn ég er að tala um það er ekkert HVÍT nema í fjöllunum þar sem það á að vera. Bara bongó kuldablíða hjá okkur, sem er nú líka bara alveg ágætt skal ég segja ykkur. Oliver er farinn að bíða eftir jólafríinu held hann hafi farið eitthvað öfugt fram úr í morgun, en okkar maður sagði við mig í bílnum á leiðina í skólann í morgu, hey eigum við að mæta í foreldraviðtal næsta mánudag " er þá ekki komið jólafrí" SÆLL mátti reyna en ég útskýrði fyrir honum að við værum bara að klára október í róleg heitunum og á morgun kæmi nóvember. En svona er þetta nú bara stundum. Við eigum nú líka eftir að versla jólagjafirnar og svona svo það var bara eins gott að það er ekki að byrja jólafrí í næstu viku!!!!!
Annars var þetta bara róleg heita dagur hjá okkur, bara tafl hjá Oliver (engin íþrótt þannig), eftir taflæfingu brunnaði hann heim til Flóka í fyrir afmælispartý en Flóki var með afmælispartý í dag fyrir strákana í bekknum heima hjá sér. Oliver mætti bara fyrstur og fór með þeim síðustu heim!! Ekkert öðruvísi. Ég sótti hann svo rúmlega 19, þá var hann með fullan poka með sér heim bæði dót og nammi, ekki amalegt það!" Hann dreif sig svo bara að klára heimavinnuna fyrir morgundaginn svo hann gæti horft á Simpsons..
Kriss var hins vegar sóttur af Reynsa frænda sem var líka bara fínt, við fórum svo heim saman og eldaði mamma hans (annan daginn í röð) ótrúlegir hlutir gerast enn. En okkar maður var greinilega mjög svangur borðið rosalega vel af matnum. En hann þessi elska er mjög upptekinn af því að aðstoða við að leggja á borð og svona þessa dagana, nær í tröppuna mína og færir hana til eins og þarf. Við erum að tala um það er svo hátt í efstu hilluna hjá mér að ég þarf tröppu til að ná í dótið í henni, og þessi fína trappa kemur sér vel fyrir Kriss þegar hann er að sækja dót upp í skáp þegar hann er að leggja á borð!!! Kriss var svo í tölvunni að leika sér á leikjanet.is meðan ég sótti Oliver en hann heldur að hann sé líka orðinn UNGLINGUR sem er bara sætt. En halló hann er og verður alltaf LITLA BARNIÐ hennar mömmu sinnar sama hversu gamall hann verður þessi elska mín.
Dúddi minn sem minnir mig á að nú vill hann ekki lengur ganga í hvaða bol sem er (neitar að fara í bolum tildæmis með Cars mynd á) já æji hann nennir ekki alltaf að vera í svona BARNALEGUM FÖTUM!!! Búinn að segja oft núna undanfarna morgna "af hverju þarf ég alltaf að vera í barnalegum bolum og sokkum" vá hvað er erfitt að vera hann!!!!!!!! En ég veit að ég verð að hlusta á hann líka, sagði honum að hann þyrfti ekkert að ganga í barnalegu fötunum sínum, hann gæti bara gefið Stubb og Lubb bolina og hann var ekkert smá ánægður með það. Maður pínir litla unglinginn sinn ekkert...
En núna eru þeir bræður báðir komnir LANGT inn í DRAUMAHEIMINN... Enda verður mikið að gera á morgun eins og alla hina dagana.
Segjum þetta gott í bili...
Over and Out.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home