miðvikudagur, október 10, 2007

Mamma Afmælisstelpa

Góða kvöldið
Þá er afmælið hennar mömmu búið, en við héldum smá veislu í kvöld heima í nýja húsinu okkar í tilefni dagsins bara gaman og fyrsta veisla sem við höldum. Fengum fullt af góðum gestum og bara stuð, við bræður fengum að vaka lengur fyrir vikið en það slökknaði á okkur um leið og við lögðumst á koddann þegar gestirnir voru farnir.
Annars er búið að vera alveg fullt að gerast Kriss fór í dag í Heiðmörk með leikskólanum og fékk líka heimsókn af Slökkviliðinu og hefur geta sagt okkur ýmislegt um hvernig maður á að bregðast við ef það kveiknar í. Bara gaman að því.
Oliver er bara alltaf eins, góður, duglegur og fallegur eins og mamma sín. Búin að vera rosalega stilltur undanfarna daga og á alveg heiður skilið fyrir. Er duglegur að læra heima og er byrjaður að æfa blak á fullu, mætir sem sagt í blak, leikfimi og karate (eftir jólin bætist sundið við hjá honum)..
Já á sunnudaginn fengum við gesti í mat sem var líka bara notalegt. Erum orðin voða heimakær og okkur líður öllum svaka vel í nýja húsinu okkar.
Oliver er svona að huga að því að skipta um skóla, en ég passa mig sko á því að vera ekki með neinn þrýsting hann fær að stjórna þessu alveg sjálfur þessi elska mín. Er svona að spá í áramótin en ég veit ekkert hvernig það endar hjá honum! Hann er búinn að fara nokkrum sinnum út í skóla (hérna) og leika sér.
Annars er nú bara mest lítið að frétta af okkur, bara same old same old.
Ætlum að fara í vikunni og panta gardínur og skoða rúm fyrir mömmu.
Segjum þetta bara gott í bili.
Kv. Pikkólína og Gormarnir

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oi, achei seu blog pelo google está bem interessante gostei desse post. Gostaria de falar sobre o CresceNet. O CresceNet é um provedor de internet discada que remunera seus usuários pelo tempo conectado. Exatamente isso que você leu, estão pagando para você conectar. O provedor paga 20 centavos por hora de conexão discada com ligação local para mais de 2100 cidades do Brasil. O CresceNet tem um acelerador de conexão, que deixa sua conexão até 10 vezes mais rápida. Quem utiliza banda larga pode lucrar também, basta se cadastrar no CresceNet e quando for dormir conectar por discada, é possível pagar a ADSL só com o dinheiro da discada. Nos horários de minuto único o gasto com telefone é mínimo e a remuneração do CresceNet generosa. Se você quiser linkar o Cresce.Net(www.provedorcrescenet.com) no seu blog eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. (If he will be possible add the CresceNet(www.provedorcrescenet.com) in your blogroll I thankful, bye friend).

þriðjudagur, október 16, 2007 8:37:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home