mánudagur, september 17, 2007

Monday, monday.

Þá er bara komin ný vika, meiri segja kominn 17.september sem segir okkur hvað. Jú ekki nema 98 dagar til jóla. Dúdda mía hvað það er nú ekki langt, þá höfum við 98 daga til að gera cosý, heimilslegt og jólalegt. Vá hvað það er nú gaman jú hú við erum sko bara orðin spennt.
En annars er svo sem bara allt fínt að frétta af okkur, fengum flutningabíl fyrir ömmudót á laugardaginn og meðan við fylltum bílinn þá var Oliver heima með Kriss þeir bara að chilla horfa á fótboltaleiki og eitthvað huggulegt. Kriss var svo sóttur þar sem hann hjálpaði svona aðeins til við að taka dót út úr bílnum og setja inn í íbúðina (en íbúðin hjá Ömmu lítur út eins og eftir Hírósíma, urðum bara að henda dótinu inn þar sem amma þurfti að skila lyklunum af Hlíðarveginum á sunnudaginn). Strákarnir voru svo heima á laugardagskvöldið með Ömmu og Reynsa frænda þar sem mamma fór í weddingið hennar Ollu.
Sunnudagurinn fór svo í afmæli (Oliver fór í bekkjarafmæli á sunnudagsmorgninum) var svo sóttur og þá var farið heim, þar sem okkar maður var rosa óþekkur !!!!! Við skelltum okkur svo með lykilinn af Hlíðarveginum og versluðum í matinn og LOKSINS var eldaður ALVÖRU KVÖLDMATUR svoleiðis höfum við bara ekki haft tíma í, í nokkuð langan tíma. En þetta var bara ljúft og sofnuðu þeir bræður báðir snemma. Enda búið að vera mikið að gera. Voru þeir meðal annars að skipuleggja í gærkvöldi hvert við ættum að fara í göngutúr um næstu helgi. Nú á að fara að skoða nýja umhverfið okkar.
Annars er svo sem ekkert brand new að frétta, erum kominn í símasamband og vonandi í dag líka í tölvusamband. Bara gaman að þessu.
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.
Berglind

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home