Trölló, Trölló
Well
þá erum við bara alltaf í Trölló (eins og Kriss kallar heimili okkar þessa dagana). Við sofum þar allar nætur en förum eftir skóla/leikskóla/vinnu á Hlíðarveginn að klára að ganga frá svona einhverju. Það þýðir ekkert annað enda af nægu að taka, fullt eftir þar en við verðum að klára að flytja það núna um helgina þar sem amma á að láta lyklana á sunnudaginn. Oliver og Kriss eru búnir að velja sér gardínur í herbergin (Oliver fékk sér DÖKKBLÁA en Kriss ætlar að fá BLÁA með BÍLAMYNDUM) svo eigum við eftir að setja þær upp, förum ekki að ganga almennilega frá fyrr en Ömmuhús er búið og við búin að taka dótið hennar sem er heima hjá okkur út. Nóg að gera á stóru heimili skal ég segja ykkur.
Erum bara í þessu 24/7 að pakka og flytja dót, samt eigum við eftir að fá gáminn sendan til okkar og þá fyrst byrjar ballið fyrir alvöru, þá get ég farið að gera svona OKKAR HEIMILISLEGT hengja upp myndir og skreyta. En ég segji mér er sama hvenær hann kemur (sko gámurinn) bara að það sé allt klárt fyrir jólin... ha ha ha ahah
En þið getið nú samt farið að kíkja við í heimsókn, hjá okkur sjá hvernig íbúðin er og svona, það eru allir velkomnir.
Annað er svo sem ekki að frétta, Kriss búinn að vera frekar svona viðkvæmur undanfarna daga en það er alveg eðilegt (meðan á flutningaveseninu stendur). En það gengur yfir eins og annað.
Svo er stefnan tekin á helgarferð til Lúx í október. Sjáum hvort við finnum helgi sem öllum hentar :-)))))))
Þá kemst ég í H&M fyrir jólin (að versla ALLAR Jólagjafirnar)...
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.
þá erum við bara alltaf í Trölló (eins og Kriss kallar heimili okkar þessa dagana). Við sofum þar allar nætur en förum eftir skóla/leikskóla/vinnu á Hlíðarveginn að klára að ganga frá svona einhverju. Það þýðir ekkert annað enda af nægu að taka, fullt eftir þar en við verðum að klára að flytja það núna um helgina þar sem amma á að láta lyklana á sunnudaginn. Oliver og Kriss eru búnir að velja sér gardínur í herbergin (Oliver fékk sér DÖKKBLÁA en Kriss ætlar að fá BLÁA með BÍLAMYNDUM) svo eigum við eftir að setja þær upp, förum ekki að ganga almennilega frá fyrr en Ömmuhús er búið og við búin að taka dótið hennar sem er heima hjá okkur út. Nóg að gera á stóru heimili skal ég segja ykkur.
Erum bara í þessu 24/7 að pakka og flytja dót, samt eigum við eftir að fá gáminn sendan til okkar og þá fyrst byrjar ballið fyrir alvöru, þá get ég farið að gera svona OKKAR HEIMILISLEGT hengja upp myndir og skreyta. En ég segji mér er sama hvenær hann kemur (sko gámurinn) bara að það sé allt klárt fyrir jólin... ha ha ha ahah
En þið getið nú samt farið að kíkja við í heimsókn, hjá okkur sjá hvernig íbúðin er og svona, það eru allir velkomnir.
Annað er svo sem ekki að frétta, Kriss búinn að vera frekar svona viðkvæmur undanfarna daga en það er alveg eðilegt (meðan á flutningaveseninu stendur). En það gengur yfir eins og annað.
Svo er stefnan tekin á helgarferð til Lúx í október. Sjáum hvort við finnum helgi sem öllum hentar :-)))))))
Þá kemst ég í H&M fyrir jólin (að versla ALLAR Jólagjafirnar)...
Segjum þetta gott í bili.
Over and out.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home