Betra seint en ALDREI
Hellú everybody,
Þá hef ég ákveðið að blogga smá meira aftur alveg komin tími á það! Svo pabbi gamli geti fengið líka að fylgjast með hvað er að gerast í okkar lífi...
Dagurinn í gær var sko afmælisdagurinn hans Pabba, karlinn orðinn ELDGAMALL.
Við drifum okkur á fætur og fórum í heimsókn til Löngu og Langa stoppuðum þar smá stund svo var það bara að fara að hafa sig til fyrir MARAÞONIÐ... Jú við tókum að sjálfsögðu þátt í því nema hvað. Kriss hljóp Latabæjarhlaupið og hafið bróðir sinn með sér til halds og trausts. Kriss brosti svo hringinn þegar hann kom í mark af því jú hann VANN fékk meiri segja medalíu!!!! Var rosalega ánægður með þetta afrek sitt, brósi fékk hins vegar enga medalíu þar sem hann hljóp bara með Stubbnum sínum svo Kriss sagði "Oliver þú mátt bara eiga medalíuna með mér"..
Eftir sveitt hlaupið kíktum við (eða réttara sagt reyndum við að kíkja á) Latabæjarleikritið, sáum mest lítið svo við ákváðum að drífa okkur bara niður í bæ og kíkja á lífið þar. Það var sko FULLT af fólki í bænum og löbbuðum við í gegnum bæinn og kíktum á mannlífið, margt að sjá tókum sko eftir því að það eru 128 dagar til jóla (já kíktum á markaðinn fyrir utan jólabúðina á Skólavörðustígnum). Fórum svo bara heim þar sem Stubbur var orðinn frekar þreyttur í löppunum. Fórum heim að elda og svo var það bara róleg heit. Kriss leið svo út af í sófanum, skiljanlegt að maður sé þreyttur eftir maraþon hlaup ha!!!!!
Annars er það svona af okkur að frétta að við erum að bíða eftir að fá íbúðina okkar í Tröllakórnum afhenta (hvenæar sem það nú verður), erum að undirbúa afmælið hans Kristofers sem verður næstu helgi (höldum það heima hjá Kristínu frænku þar sem ömmuhús er fullt af pappakössum en hún er sko líka að fara að flytja). Svo fer skólinn LOKSINS að byrja aftur hjá Oliver eftir helgin á miðvikudaginn, Kriss er löngu búinn með sitt sumarfrí.
En segjum þetta bara gott í bili af okkur, nú verður sko styttra í næsta blogg.
Kv. Ritarinn
Þá hef ég ákveðið að blogga smá meira aftur alveg komin tími á það! Svo pabbi gamli geti fengið líka að fylgjast með hvað er að gerast í okkar lífi...
Dagurinn í gær var sko afmælisdagurinn hans Pabba, karlinn orðinn ELDGAMALL.
Við drifum okkur á fætur og fórum í heimsókn til Löngu og Langa stoppuðum þar smá stund svo var það bara að fara að hafa sig til fyrir MARAÞONIÐ... Jú við tókum að sjálfsögðu þátt í því nema hvað. Kriss hljóp Latabæjarhlaupið og hafið bróðir sinn með sér til halds og trausts. Kriss brosti svo hringinn þegar hann kom í mark af því jú hann VANN fékk meiri segja medalíu!!!! Var rosalega ánægður með þetta afrek sitt, brósi fékk hins vegar enga medalíu þar sem hann hljóp bara með Stubbnum sínum svo Kriss sagði "Oliver þú mátt bara eiga medalíuna með mér"..
Eftir sveitt hlaupið kíktum við (eða réttara sagt reyndum við að kíkja á) Latabæjarleikritið, sáum mest lítið svo við ákváðum að drífa okkur bara niður í bæ og kíkja á lífið þar. Það var sko FULLT af fólki í bænum og löbbuðum við í gegnum bæinn og kíktum á mannlífið, margt að sjá tókum sko eftir því að það eru 128 dagar til jóla (já kíktum á markaðinn fyrir utan jólabúðina á Skólavörðustígnum). Fórum svo bara heim þar sem Stubbur var orðinn frekar þreyttur í löppunum. Fórum heim að elda og svo var það bara róleg heit. Kriss leið svo út af í sófanum, skiljanlegt að maður sé þreyttur eftir maraþon hlaup ha!!!!!
Annars er það svona af okkur að frétta að við erum að bíða eftir að fá íbúðina okkar í Tröllakórnum afhenta (hvenæar sem það nú verður), erum að undirbúa afmælið hans Kristofers sem verður næstu helgi (höldum það heima hjá Kristínu frænku þar sem ömmuhús er fullt af pappakössum en hún er sko líka að fara að flytja). Svo fer skólinn LOKSINS að byrja aftur hjá Oliver eftir helgin á miðvikudaginn, Kriss er löngu búinn með sitt sumarfrí.
En segjum þetta bara gott í bili af okkur, nú verður sko styttra í næsta blogg.
Kv. Ritarinn
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home