föstudagur, desember 15, 2006

Giljagaur og Stúfur líka búnir að koma...

Hellú,
Já þá kom hann Giljagaur og gaf Kriss okkar Playmókarl sem var Draugur ekki amalegt það!! Oliver fékk hins vegar Legó bíl lítinn "Racers" þeir voru náttúrulega sáttir við það...
Næstur kom svo Stúfur og gaf hann þeim LabbRabb tæki fékk Oliver aðra talstöðina meðan Kriss fékk hina TÖLUSTÖÐINA!!

Annars mest lítið að gerast þeir bræður bara stilltir enda þessi tími árs og ekki vill hann Kriss okkar fá Kartöflu, ekki til umræðu..

Á morgun Föstudag er jólaball í skólanum hjá Kriss og svona Litlu jólin hjá Oliver þar sem þau fá smákökur og heitt kakó. Næsta vika er svo bara chill hjá Oliver, jólaballið á þriðjudaginn ef ég man rétt og svo bara gert eitthvað skemmtilegt á mánudaginn og vitir menn konur og börn þá er UNGLINGURINN á heimilinu kominn í jólafrí (langþráð) þarf að fá smá svefn og svona..

Æltum að reyna að skella okkur á James Bond um helgina. Að vísu er dagskráin frekar þétt skipuð það er Klipping fyrir okkur öll á laugardaginn, svo fara strákarnir á jólaball með Ömmu Dísu og sunnudaginn erum við hele familien með ömmu og Stínu og co á jólaball bara stuð þessa helgina... Spáið í því svo eru jólin bara helgina eftir... Ógeð stutt í þetta...

Jæja endum þetta á að óska ömmu Dísu til hamingju með daginn í dag...

Segjum þetta gott í bili Gamli minn...
Over and out

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home