laugardagur, desember 09, 2006

Loksins skrifum við aftur....

Hellú
Örugglega fullt fullt búið að gera síðan síðast en vonandi munum við eitthvað!!!!

Kriss er að standa sig eins og HETJA (ef svo mætti að orða komast) í ÆLUNNI hann gjörsamlega er ælandi á fullu út af ótrúlegustu hlutum, við höfum ákveðið að byrja á því að taka Pylsur alveg út (fær ekki svoleiðis aftur, ælir alltaf eftir að hafa fengið sér svoleiðis vibba)... Svo er bara að sjá hægt og rólega hvað hann þolir og hvað ekki.... En ég er alltaf á leiðinni með hann í Heilsubúðina í Hafnarfirði og sjá hvort þau geti leiðbeint mér eitthvað með matarræðið hans... En ég hef komist að því að það er eitthvað tengt FITU en hvernig fitu veit ég ekki alveg, þolir heldur ekki Rjóma... Annars tókst honum að slá í gegn í Nettó í dag "ældi út um allt þar inni" vá hvað ég er glöð að vera ekki að vinna í Nettó núna þar sem ég lét þá gjörsamleg um að þrífa gubbið hans. Við Ma tókum hann úr fötunum thank god að hann var í sokkabuxum og 2 bolum (hann fór út úr búðinni á sokkabuxum og síðermabol og jú kuldaskóm annað var útatað)... Skemmtilegt ha....

Annars er hann Kriss okkar svaka sáttur á Íslandi og fá að vera með henni Ömmu sætu svona mikið finnst æðislegt þegar hann og amma labba saman heim úr skólanum.. Syngur núna jólalögin alveg á fullu og fékk að fara með Leikskólanum að syngja fyrir Eldri borgarana í Gullsmáranum og það fannst okkar manni sko sport... En annars er hann búinn að vera með í maganum undanfarna daga en það hefur ekki haft áhrif á skólagöngu hans hann hefur alltaf mætt enda alltaf hress og kátur þegar hann vaknar á morgnana hann notar kvöldin, nóttina og helgar í veikindi "vel skipulagt hjá okkar manni"....

Oliver Unglingur er bara úti allan daginn, sést varla heima og ég er sko þvílíkt þakklát þegar hann tekur síman með sér út svo ég geti nú fylgst með ferðum hans... Nú vill hann fara að athuga með skák en það er í boði skák "eftir skóla" svo við ætlum að tékka á því eftir helgina, að vísu er náttúrulega að koma Jólafrí.... En hann verður í skólanum alla næstu viku svo fer hann mánudag og þriðjudag vikuna eftir svo er komið FRÍ.... Ekkert smá stutt í jólafrí. En þeir eru duglegir að leika sér saman eftir skóla strákarnir svo við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af honum þó svo við höfum ekki fengið pláss í Dægradvöl. Eins ætlum við að fara í það um eða eftir jólin að athuga hvað íþróttir drengurinn ætlar í eftir áramótin... Nóg að gera hjá honum, nú býður hann spenntur eftir því að við skellum okkur á James Bond í bíó.

Annars erum við mest bara upptekin af jólaundirbúning núna, erum að klára jólagjafirnar og jólabaksturinn um helgina, næstu helgi er svo jólaball og jólaklipping fyrir alla svo já það er alveg nóg að gera hjá okkur... Orðið ótrúlega stutt í jólin ekki nema 15 dagar...

Við Oliver fórum í dag og keyptum Magna á CD sem Oliver ætlar að senda honumSam vini sínum í Lúx ætlum að kynna fyrir honum og kanski bekknum "Íslenskri tónlist"... Bara gaman að þessu ekki satt?????
Fórum í Jólamyndatöku til hans Palla Vigga í dag... Verður gaman að sjá hvernig það tókst sjáum við það sem fyrst!!!!!!!!

Jæja segjum þetta gott úr BRJÁLAÐA VEÐRINU á Íslandi.. Veðrið alveg Crazy
Over and Out...
Berglind, Oliver og Kriss

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home