Síðasta helgin í Lúx búinn
Well well well
Þá er nú heldur betur farið að styttast í heimferð hjá okkur og ég held án alls gríns að við séum öll SVAKA SPENNT enda fullt nýtt að fara að gerast í okkar lífi.. Við að fara að flytja AFTUR til Íslands (vonandi í síðasta skipti millilandaflutningar hjá okkur) og allir að fara að gera eitthvað nýtt, Oliver í KÓSK að vísu í sama gamla bekkinn en að læra fullt nýtt, Kriss að fara í Ömmu skóla og kynnast nýjum krökkum og Ég að fara í nýja vinnu, kynnast nýju fólki og læra fullt fullt nýtt. Bara gaman að takast á við ný verkefni, ekki satt???
Annars erum við ALVEG að verða búin að PAKKA (vá pínu lítið eftir) ég sem hélt að þetta myndi ALDREI taka enda (var alveg hætt að lítast á þetta var sem þetta drasl okkar myndi vaxa ekki minnka)... En já þetta er að verða búið á bara pínu lítið eftir í eldhúsinu og svo Legóbíl frá Oliver þá er það BÚIÐ... Jú hú vá hvað það er gott..
Vá svo átti að gera svo mikið um helgina, í gær var RIGNING og þar af leiðandi ekki hægt að fara í Tívóli svo við Oliver fórum LOKSINS að skila Legóbílnum hans (vantaði kubba í hann) og hann fékk sér voða flottan og fínan Technic Traktor og þeir feðgar kubbuðu hann meðan við Kriss fórum að chilla en hann fór með mömmu sinn í smá bíltúr og græddi á því einn bíl. Svo var bara chill á okkur í gær í rigningunni að sjálfsögðu fór karlinn að vinna en Oliver hafði bíókvöld horfði á Nanny MacPhee í TVinu í gær.
Í dag átti svo að gera aðra tilraun við Tívolíið en vitir menn karlinn þurfti að vinna í nánst allan dag en við náðum samt smá bíltúr til Frakklands áður en hann fór að vinna svo við ákváðum að þeir fengu svo lítið út úr Tívolínu að sleppa því og fara frekar með þá eða alla vegana Oliver í bíó í vikunni... Höfðum það bara gott eftir bíltúrinn og náðum að fara í gegnum dótið út í garði og flokka það og pakka því niður. Elduðum svo fínan mat og fengum okkur gott að borða öll saman og svo var það bara bað og bælið fyrir Stubb. Oliver fór hins vegar í bað og er að horfa á TV núna með karlinum pabba sínum. Svo er bara að sjá hvenær karlarnir hafa tíma fyrir bíó og klippingu í vikunni. Því miður er engin teiknimynd í gangi svo við Kriss horfum bara á bíó í TV meðan karlarnir fara á alvöru bíó en þeir eru með tvær myndir í huga "Talladega...." eða "Nacho Libre". En þetta eru því miður ekki myndir fyrir okkur Stubb...
En nú er sko rosalega stutt í það að við fáum að hitta ykkur öll á Íslandinu góða, hlökkum rosa mikið til... Enn þá meira til jólanna vitandi það að við verðum í Ömmuhúsi með familíunni á jólunum.
Jæja segjum þetta gott í bili.
Sjáumst eftir nokkra.
Berglind and the boys.
Þá er nú heldur betur farið að styttast í heimferð hjá okkur og ég held án alls gríns að við séum öll SVAKA SPENNT enda fullt nýtt að fara að gerast í okkar lífi.. Við að fara að flytja AFTUR til Íslands (vonandi í síðasta skipti millilandaflutningar hjá okkur) og allir að fara að gera eitthvað nýtt, Oliver í KÓSK að vísu í sama gamla bekkinn en að læra fullt nýtt, Kriss að fara í Ömmu skóla og kynnast nýjum krökkum og Ég að fara í nýja vinnu, kynnast nýju fólki og læra fullt fullt nýtt. Bara gaman að takast á við ný verkefni, ekki satt???
Annars erum við ALVEG að verða búin að PAKKA (vá pínu lítið eftir) ég sem hélt að þetta myndi ALDREI taka enda (var alveg hætt að lítast á þetta var sem þetta drasl okkar myndi vaxa ekki minnka)... En já þetta er að verða búið á bara pínu lítið eftir í eldhúsinu og svo Legóbíl frá Oliver þá er það BÚIÐ... Jú hú vá hvað það er gott..
Vá svo átti að gera svo mikið um helgina, í gær var RIGNING og þar af leiðandi ekki hægt að fara í Tívóli svo við Oliver fórum LOKSINS að skila Legóbílnum hans (vantaði kubba í hann) og hann fékk sér voða flottan og fínan Technic Traktor og þeir feðgar kubbuðu hann meðan við Kriss fórum að chilla en hann fór með mömmu sinn í smá bíltúr og græddi á því einn bíl. Svo var bara chill á okkur í gær í rigningunni að sjálfsögðu fór karlinn að vinna en Oliver hafði bíókvöld horfði á Nanny MacPhee í TVinu í gær.
Í dag átti svo að gera aðra tilraun við Tívolíið en vitir menn karlinn þurfti að vinna í nánst allan dag en við náðum samt smá bíltúr til Frakklands áður en hann fór að vinna svo við ákváðum að þeir fengu svo lítið út úr Tívolínu að sleppa því og fara frekar með þá eða alla vegana Oliver í bíó í vikunni... Höfðum það bara gott eftir bíltúrinn og náðum að fara í gegnum dótið út í garði og flokka það og pakka því niður. Elduðum svo fínan mat og fengum okkur gott að borða öll saman og svo var það bara bað og bælið fyrir Stubb. Oliver fór hins vegar í bað og er að horfa á TV núna með karlinum pabba sínum. Svo er bara að sjá hvenær karlarnir hafa tíma fyrir bíó og klippingu í vikunni. Því miður er engin teiknimynd í gangi svo við Kriss horfum bara á bíó í TV meðan karlarnir fara á alvöru bíó en þeir eru með tvær myndir í huga "Talladega...." eða "Nacho Libre". En þetta eru því miður ekki myndir fyrir okkur Stubb...
En nú er sko rosalega stutt í það að við fáum að hitta ykkur öll á Íslandinu góða, hlökkum rosa mikið til... Enn þá meira til jólanna vitandi það að við verðum í Ömmuhúsi með familíunni á jólunum.
Jæja segjum þetta gott í bili.
Sjáumst eftir nokkra.
Berglind and the boys.
1 Comments:
Hæ hæ
Hlökkum til að sjá ykkur :-)
Knús og kossar,
Elísabet og co
Skrifa ummæli
<< Home