miðvikudagur, október 11, 2006

Eitt herbergi búið og 16 dagar í Íslands....

Well well well,
Þá er ég LOKSINS búinn að klára eitt herbergi alveg í húsinu, já maður má nú til með að monta sig af því... Jú er búinn með háaloftið/geymsluna líka. En núna er svo að segja allt tómt inni hjá Oliver, hann heldur TVinu, DVD spilaranum, PS2, rúminu, skrifborðinu, fataskápnum og kommóðunni annað er komið í KASSA... Ég hélt ég myndi nú ekki meika þetta í dag, þar sem ég var þreytt og löt í morgun og leyfði mér að leggja mig (enda skvísan orðin 20M ára) svo þegar ég mætti að sækja Kriss minn þá var mér tilkynnt það að hann væri orðinn VEIKUR... Já þessi elska er búinn að vera HORAÐUR en þeim fannst hann vera eitthvað sljór í morgun en ekkert alvarlegt svo byrjaði hann að hósta svo mikið hjá þeim en þeim fannst það nú í lagi, en eftir útiveruna þá var drengurinn orðinn SJÓÐHEITUR, en þær ákváðu að leyfa honum að klára daginn fram að hádegismat (en það var svo stutt í það) svo við Kriss löbbuðum heim (já ég fór labbandi að sækja hann) heim í kuldanum og okkar maður skreið undir sæng og liggur fyrir framan TVið. Mamma hans var löt með honum fyrst en ákvað svo að sparka sér af stað og í gírinn... Þýðir ekkert annað því það telur víst hratt niður núna..

En hann Kriss minn er ekkert eins og hann sé veikur, hóstar smá (ekkert til að tala um þegar við erum að ræða um Íslending á annað borð) og HORAÐUR. Svo hann fer pottþétt í skólan aftur á morgun, mæli hann bara í kvöld áður en hann fer að sofa. Eflaust er þetta bara út af miklum hitabreytingum, ískalt á morgnana (með miklum raka) og svo hitnar hratt þegar þetta Gula sýnir sig.

Oliver er bara alltaf eins kominn með UNGLINGAVEIKINA á mjög hátt stig enda búinn að vera með veikina núna í 6 ár. En er alltaf jafn duglegur í skólanum og nennir sko alveg að hjálpa mömmu sinni að pakka niður fyrir Íslandsferðina enda er hann jafn spenntur fyrir þessu og Mamma gamla og Kriss.

Annars er svo sem ekkert nýtt og spennandi að gerast bara PAKKÍ PAKKÍ PAKK og VERSLÍ VERSLÍ VERSL. Bara gaman að vera til.

Endum þetta á því að óska henni Þórhildi til hamingju með daginn, verst að við missum af svaka tertupartýi hjá henni í dag...

Kv. Berglind "Pakk", Oliver "Unglingur" og Kriss "Veiki"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home