mánudagur, september 18, 2006

Allt að gerast, MYNDIR, SKÓLI & BÍÓ...

Góða kvöldið
þá sest ég fyrir framan skjáinn aftur enda alveg kominn tími á það.. Við búin að gera ýmislegt síðan síðast...
Byrjum á föstudeginum...
Vá þann dag stækkaði hann Stubbur minn mikið, vá ég er svo "UNG" en á FULLORÐINN börn hvernig má þetta vera??? Bara spyr?? En já við löbbuðum saman öll familían í skólan og þá fór Pabbi með Oliver (hann var með svo mikið dót með sér) en Mamma og Stubbur fóru saman í "stóra skólan hans Stubbs". Þar hittum við kennaran hans en hann fær 2 kennara þær Lony og Yvette. Okkur leist bara vel á þær og fór Kriss strax að leika við krakkana meðan kellurnar töluðu um starfið í vetur og hvað krakkarnir þyrftu að hafa með sér í skólan (og já jafn lygilegt og það er þá skyldi Ma næstum allt, lennti í veseni þegar kellan þuldi upp símanúmerið í skólanum á frönsku). En okkur leist rosalega vel á þetta allt saman og eftir smá tíma þá áttu allir foreldrar að fara og krakkarnir bara að vera eftir og var Kriss sko alveg sáttur við það. Ma mætti svo og sótti hann klukkan 11;40 og var hann ekkert smá sáttur sagði Ma hvað þau hefðu verið að gera í skólanum og hvað hefði verið gaman!!! Við Kriss löbbuðum svo saman á móti Oliver og voru þeir bræður í góðum fýling á leiðinni heim þar sem Kriss var að segja Oliver hvað hann hefði gert í skólanum og svo fékk Oliver tækifæri til að segja okkur hverngi honum leist á sinn nýja kennara "Guy" og hvað þau hefðu gert, en það er hefð fyrir því hérna í Lúx að daginn sem skólinn er settur þá fara allir í kirkju "messu" bara flott!!! En þeir fengu báðir stuttan dag á föstudaginn....
Laugardaginn... Var bara afslöppun eða já hjá okkur flestum að vísu fórum við að versla fyrir skólan hans Kriss en hann á að mæta með glas og disk í skólan. En Oliver nennti ekki með hann vildi frekar vera úti að leika og já já Mamma hélt hann væri bara fluttur að heiman, að vísu kom hann smá inn þar sem hann vildi fara smá hring á Krossaranum sínum á akrinum en meira var það nú ekki.. Hann var bara úti að leika, kom smá heim í mat og svo bara út... Bara duglegur strákurinn...
Í dag sunnudag. Gerðum við ýmislegt skemmtilegt, Oliver stóri duglegi bauð bróðir sínum með sér út á róló og voru þeir þar í dágóða stund komum svo heim og ákvað Ma þá að bjóða okkur í bíó, við skelltum okkur á "Cars" bara skemmtileg... Skemmtum okkur stór vel í bíó og myndin skemmtileg svona ekta stráka mynd!! Eftir bíóið fórum við heim hengdum upp þvott og svo út aftur ákváðum að fara saman Öll á róló með bolta að leika okkur og skemmtum okkur stór vel. Löbbuðum svo heim þegar Ma fattaði hvað klukkan var orðin mikið, svo var bara matur "mjög fljótlegur" sturta og bælið fyrir Kriss meðan Oliver fékk að horfa á Yu-Gi-Oh þátt áður en hann fór í bað og svo í bælið.. Enda þurfum við að vakna eldsnemma í fyrramálið fyrir skólan..
Þetta er sko bara búin að vera SKEMMTILEG helgi hjá okkur enda var engin heimalærdómur, sko eins gott að nýta sér það, það á nú eflaust ekki eftir að vera oft svona hjá Oliver..
Mamma setti inn nokkrar myndir af okkur í "SEPTEMBER 2006" albúmið, endilega kíkjið á þær.
En annað er það svo sem ekki í bili.. Verður gaman að sjá hvort Kriss okkar haldi sér lengi á fótum á morgun en á morgun fer hann í skólan frá 08-11:40 og svo aftur 14-16. Svolítið langur dagur en hann hefur bara gott og gaman af því...
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Berglind and the boys

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home