fimmtudagur, ágúst 24, 2006

LOKSINS LOKSINS LOKSINS:...

Well þá loksins sest ég fyrir framan skjáinn, farin að skammast mín hvað er langt síðan við skrifuðum síðast... Fullt búið að gerast síðan þá...
Byrjum á því að Oliver kom heim með fulla ferðatösku af Nammi og ekki leiddist honum Kriss það, getum sagt sem svo að nammidagurinn, dagurinn sem Oliver kom heim þá ÆLDI Kriss af sælgætisáti... Já hvað segir það okkur????? En já þeir bræður voru rosalega glaður að sjá hvorn annan LOKSINS.. Oliver var líka glaður að koma heim en lét okkur nú samt vita af því á Flugstöðinni að hann vildi endilega fara aftur næsta sumar til Íslands og vera þá LENGUR. Enda skemmti hann sér STÓR VEL á Íslandinu GÓÐA!!!!!
Svo á mánudaginn byrjaði "umbunarkerfi" hér á þessu heimili þar sem þeir bræður þurfa að vinna sér inn eitthvað skemmtilegt fyrir góða hegðun, og það hefur gengið alveg vonum framar hjá Oliver en Kriss þarf enn að reyna að vera stilltur allan daginn plús að sofa alla nóttina í sínu rúmi og það gengur svona alla vegana enda gerast GÓÐIR HLUTIR HÆGT ekki satt???? Svo keypti ég líka þessa fínu stóla/pullur í IKEA sem þeir eiga að sitja á fara á ef þeir eru óþekkir... Sem við höfum ekki þurft að nota síðan kerfið var tekið í gagnið, bara hið besta mál...
Já og LOKSINS í gær þá fórum við saman í bæinn kíktum í Sjóræningjagarðinn en í honum er rosa flott sjóræningjaskip sem er búið að setja RISA rennibraut í, fullt af köðlum til að klifra eftir og hanga í og alls konar skemmtilegt fyrir börn.. Eftir góða stund þar fórum við og kíktum á Tívolíð sem var verið að opna niður í miðbæ en það verður til 11.sept hérna í bænum.. Strákarnir fengu að fara saman í klessubílana, svo fórum við öll saman i Parísarhjólið (sem fór milljón hringi mér leist sko ekkert á það), Bjarni og Oliver fóru svo í einhvern RISA ÓGEÐIS Rússíbana meðan Kriss skemmti sér í barnaþyrlunni, bara gaman.. Fórum svo heim þreytt og ánægð eftir góðan dag... Var samt ákveðið á leiðinni út úr Tívolínu að fara fljótlega aftur enda sagtði Ma að þeir þyrftu ekkert að prufa öll tækin strax þar sem það væru svo margir dagar eftir af Tívolínu og við ætlum að kíkja pottþétt aftur þegar hann Kriss okkar á afmælil...
Jæja best að henda sér í frekari tiltekt en það eru ákkúrat allir að taka til núna, karlarnir í bílskúrnum og kjallarnum, en ég að skrúbba húsið....
Segjum þetta gott af okkur í bili..
Vonum að það fyrirgefi okkur allir framtaksleysið undan farna daga og vikur...
Ekki nema 3 dagar í að Kriss okkar verði 4 ára... Vá hvað tíminn líður fljótt..
Kv. Berglind og Karlarnir..

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að sjá að ritarinn sé farinn að skrifa aftur :-)
Knús,
Elísabet og co

fimmtudagur, ágúst 24, 2006 9:49:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home