Fullt af Sól, Húsdýr og Dýragarðurinn...
Well well well
Hérna hjá okkur er enn sól, fengum að vísu smá ÚRHELLI í gær en það varaði sko mjög stutt og þá fór þessi gula flotta að sýna sig aftur.. Svo já við getum ekkert kvartað yfir veðrinu hér er bara gott SUMAR, enda ákkúrat Sumartími núna...
Annars er svo sem ekkert mikið að frétta af okkur, fengum þetta líka flotta húsdýr í fyrradag eða já ég réttara sagt fann húsdýrið okkar í fyrradag, hér inni fann ég líka þessa flottu ENGISPRETTU heyrði líka þessi flottu hljóð í henni og allar græjur þetta var sem sagt ein með öllu... Svo var hún í gær á sínum rétta stað, það eina sem hún ferðaðist var við útidyrahurðina og jú upp og niður vegginn þar hjá ekkert annað. En í morgun var hún horfinn svo ég veit ekki hvar hún er núna (vonandi bara farin út þar sem ég hrífst ekkert af svona pöddum/dýrum)...
Jú svo skelltum við okkur í dýragarðinn í Lúx í morgun.. Bara notalegt alls ekki of heitt og skýjað þegar við mættum á svæðið í morgun (vorum held ég bara með þeim fyrstu á svæðið) þar var fullt af dýrum að sjá og rosa flott leiksvæðið fyrir börnin (já einmitt bý í svona 20 mín fjarlægð og hef ekki farið þarna áður)... En þetta var sko fín tilbreyting og um það leyti sem við fórum heim kl.14 þá var byrjað að hitna vel og garðurinn að fyllast af fólki. Svo þetta var mjög vel tímasett hjá okkur, mæta fyrst og fara heim þegar allt fer að fyllast.
Annars er Amma Sæta enn í heimsókn hjá okkur og við bara að njóta þess að slappa af, höfum ekki nennt að fara neitt að ráði í bæinn að versla þar sem maður er sko alls ekki í verslunarstuði í svona hita, sumar verslanir eru ekki einu sinni með "loftkælingu" og inni svoleiðis sjoppum nær maður bara ekki andanum. Svo við höfum bara meira verið að fara í búðir út af nauðsyn. En vonandi kemur eins og einn rigningardagur svo Amma geti verslað sér eitthvað áður en hún fer heim.
Jú ekki má gleyma að segja frá því að Kriss Stóri sýndi Ömmu hversu duglegur hann væri í klippingu, drengurinn fór sem sagt í klippingu í gær enda var hann farinn að líta út eins og Lukkutröll hárið á honum var svo stórt og mikið, allt annað að sjá hann í dag.
En annars er svona mest lítið að frétta af okkur.
Bíðum bara eftir því að hún Gulla sæta "frænka" fari að koma með nöfnu mína í heiminn en hún er sett í dag... Bíðum spennt eftir fréttum frá þeim..
Annað er það svo sem ekki í bili..
Segjum þetta bara gott af RÖFLI í dag...
Kv. Óþekktarormarnir og Gamla fólkið
Hérna hjá okkur er enn sól, fengum að vísu smá ÚRHELLI í gær en það varaði sko mjög stutt og þá fór þessi gula flotta að sýna sig aftur.. Svo já við getum ekkert kvartað yfir veðrinu hér er bara gott SUMAR, enda ákkúrat Sumartími núna...
Annars er svo sem ekkert mikið að frétta af okkur, fengum þetta líka flotta húsdýr í fyrradag eða já ég réttara sagt fann húsdýrið okkar í fyrradag, hér inni fann ég líka þessa flottu ENGISPRETTU heyrði líka þessi flottu hljóð í henni og allar græjur þetta var sem sagt ein með öllu... Svo var hún í gær á sínum rétta stað, það eina sem hún ferðaðist var við útidyrahurðina og jú upp og niður vegginn þar hjá ekkert annað. En í morgun var hún horfinn svo ég veit ekki hvar hún er núna (vonandi bara farin út þar sem ég hrífst ekkert af svona pöddum/dýrum)...
Jú svo skelltum við okkur í dýragarðinn í Lúx í morgun.. Bara notalegt alls ekki of heitt og skýjað þegar við mættum á svæðið í morgun (vorum held ég bara með þeim fyrstu á svæðið) þar var fullt af dýrum að sjá og rosa flott leiksvæðið fyrir börnin (já einmitt bý í svona 20 mín fjarlægð og hef ekki farið þarna áður)... En þetta var sko fín tilbreyting og um það leyti sem við fórum heim kl.14 þá var byrjað að hitna vel og garðurinn að fyllast af fólki. Svo þetta var mjög vel tímasett hjá okkur, mæta fyrst og fara heim þegar allt fer að fyllast.
Annars er Amma Sæta enn í heimsókn hjá okkur og við bara að njóta þess að slappa af, höfum ekki nennt að fara neitt að ráði í bæinn að versla þar sem maður er sko alls ekki í verslunarstuði í svona hita, sumar verslanir eru ekki einu sinni með "loftkælingu" og inni svoleiðis sjoppum nær maður bara ekki andanum. Svo við höfum bara meira verið að fara í búðir út af nauðsyn. En vonandi kemur eins og einn rigningardagur svo Amma geti verslað sér eitthvað áður en hún fer heim.
Jú ekki má gleyma að segja frá því að Kriss Stóri sýndi Ömmu hversu duglegur hann væri í klippingu, drengurinn fór sem sagt í klippingu í gær enda var hann farinn að líta út eins og Lukkutröll hárið á honum var svo stórt og mikið, allt annað að sjá hann í dag.
En annars er svona mest lítið að frétta af okkur.
Bíðum bara eftir því að hún Gulla sæta "frænka" fari að koma með nöfnu mína í heiminn en hún er sett í dag... Bíðum spennt eftir fréttum frá þeim..
Annað er það svo sem ekki í bili..
Segjum þetta bara gott af RÖFLI í dag...
Kv. Óþekktarormarnir og Gamla fólkið
2 Comments:
Hvernig væri nú að henda inn nokkrum myndum af ykkur í sólbaðinu og svona. Veit fyrir víst að Oliver getur tekið mjög góðar myndir. Tók sko nokkar áður en við fórum í kirjuna.....
kv,
KB
Hæ
Ég er sammála Krisínu. Endilega skella inn einhverjum sólarmyndum :-)
Knús,
Elísabet
Skrifa ummæli
<< Home