Allt að gerast.....
Góða kvöldið
Vá þá er þessi Laugardagur senn á enda.. Og margt búið að gerast í dag..
Dagurinn byrjaði frekar seint hjá karlpeningnum á heimilinu, þeir voru frekar latir að fara á fætur og var það sko bara allt í góðu lagi, enda laugardagur og maður má alveg sofa út. Þegar svo loksins allir fóru á fætur var farið niður í morgunmat. Ákváðum svo að skella okkur út í hjóla/göngutúr þar sem þeir bræður hjóluðu og Gamla settið gekk.. Og ótrúlegt en satt þá hjólaði hann Kriss okkar bara eins og berserkur (vona að ég skrifi þetta rétt)... En hann hefur aldrei verið neitt fyrir að nota petalana heldur meira látið okkur um að ýta sér (en Bjarni setti stöng aftan á tvíhjólið svo hægt væri að ýta honum og var hún sko fullnýtt).. En í dag þá var strákurinn alveg á fullu að hjóla svo pabbi sagði að ef hann yrði svona duglegur aftur á morgun og alla næstu daga þá myndi hann byrja á því að taka stöngina af svo hjálparadekkin (ekki það að Ma hafi verið hrifinn af því hún vill bara að hann Stubbur sinni verði áfram Stubbur)...
Eftir langan og mikinn hjólatúr fórum við heim.. Skutluðum karlinum svo í vinnuna og skelltum okkur í Mallið... Þegar heim var komið gerðist sko merkilegt já Ma pantaði miða heim fyrir Oliver!!!! Já hann Oliver okkar fer heim með Ömmu sætu í ágúst og fær að vera hjá henni í nokkra daga, kemur svo bara einn heim... Vá hvað okkar maður var glaður þegar Ma spurði hann hvort honum langaði með Ömmu heim til Íslands í smá frí (aðallega frá okkur Kriss)... Vá hann BROSTI SKO VÆGAST SAGT ALLAN HRINGINN og spurði svo "hvað má ég eiginlega vera lengi"???? Þegar Ma var svo búinn að panta miðan þá sagði hann Æji ég hefði nú helst viljað bara vera á Íslandi í svona 80 daga... En því miður þá er það ekki hægt... Svo hann sætti sig bara við að fá að komast í nokkra daga er samt enn að reyna að fá Ma til að lengja miðan eins og það sé hægt (svo skemmtilega vill til að allir á Íslandi eru í vinnu svo byrjar skólinn hjá krökknum í kringum 20.ágúst svo það er bara ekki hægt að stoppa lengur)... En hann er sko ekkert smá sáttur og spenntur... Finnst minnsta mál í heimi að fara einn heim aftur, sagði "hva það er sko ekkert mál ég gerði það nú fyrst fyrir mörgum árum þegar ég heimsótti Reynsa í Danó" þar með var það afgreitt... Og þar sem Ma finnst Oliver orðinn svo stór UNGLINGUR þá hefur hún ákkúrat engar áhyggjur af honum, hann alltaf svo duglegur að redda sér sjálfur.. Hefur erft þessi gen frá mömmu sinni, ha ha ha ha ha...
Ma ákvað svo að skella sér í bæinn með strákana þar sem veðrið var bara svo gott, tókum strætó í bæinn og chilluðum.. Ma bauð svo strákunum á MacDonalds og ákváðum við svo að labba svo bara heim úr bænum (já það er smá spölur) það var samt eiginlega of heitt til að ganga en þar sem Ma labbaði "ekki strætóleið" heim þá var ekkert val við urðum bara að labba alla leið, en sem betur fer hafði Ma haft vit á því að kaupa smá nammi bensín og drykkjar bensín svo við lifðum gönguna af...
Þegar heim var komið lögðust þeir bræður bara upp í sófa "gjörsamlega búnir á því"... Ma hentist hins vegar að sækja Pabba í vinnuna og Oliver passaði á meðan, en því miður þá fékk Kriss greinilega eitthvað í magan á meðan og þegar við komum heim þá var hann greyjið búinn að ÆLA út um allt baðherbergi (en stóri brósi búinn að gefa honum kók en ekki þrífa gubbið (skil hann mjög vel))... Kriss fór svo bara niður í sófa eftir herleg heitin og sofnaði... Við hin spiluðum bara og svo var farið í það að horfa á leikinn... Já maður verður að vita hver lendir í 3. sæti ekki satt????????
Jæja segjum þetta gott í bili...
Bara 5 dagar í ömmu sætu og vá hvað okkur hlakkar til...
Kv. Berglind and the boys
Vá þá er þessi Laugardagur senn á enda.. Og margt búið að gerast í dag..
Dagurinn byrjaði frekar seint hjá karlpeningnum á heimilinu, þeir voru frekar latir að fara á fætur og var það sko bara allt í góðu lagi, enda laugardagur og maður má alveg sofa út. Þegar svo loksins allir fóru á fætur var farið niður í morgunmat. Ákváðum svo að skella okkur út í hjóla/göngutúr þar sem þeir bræður hjóluðu og Gamla settið gekk.. Og ótrúlegt en satt þá hjólaði hann Kriss okkar bara eins og berserkur (vona að ég skrifi þetta rétt)... En hann hefur aldrei verið neitt fyrir að nota petalana heldur meira látið okkur um að ýta sér (en Bjarni setti stöng aftan á tvíhjólið svo hægt væri að ýta honum og var hún sko fullnýtt).. En í dag þá var strákurinn alveg á fullu að hjóla svo pabbi sagði að ef hann yrði svona duglegur aftur á morgun og alla næstu daga þá myndi hann byrja á því að taka stöngina af svo hjálparadekkin (ekki það að Ma hafi verið hrifinn af því hún vill bara að hann Stubbur sinni verði áfram Stubbur)...
Eftir langan og mikinn hjólatúr fórum við heim.. Skutluðum karlinum svo í vinnuna og skelltum okkur í Mallið... Þegar heim var komið gerðist sko merkilegt já Ma pantaði miða heim fyrir Oliver!!!! Já hann Oliver okkar fer heim með Ömmu sætu í ágúst og fær að vera hjá henni í nokkra daga, kemur svo bara einn heim... Vá hvað okkar maður var glaður þegar Ma spurði hann hvort honum langaði með Ömmu heim til Íslands í smá frí (aðallega frá okkur Kriss)... Vá hann BROSTI SKO VÆGAST SAGT ALLAN HRINGINN og spurði svo "hvað má ég eiginlega vera lengi"???? Þegar Ma var svo búinn að panta miðan þá sagði hann Æji ég hefði nú helst viljað bara vera á Íslandi í svona 80 daga... En því miður þá er það ekki hægt... Svo hann sætti sig bara við að fá að komast í nokkra daga er samt enn að reyna að fá Ma til að lengja miðan eins og það sé hægt (svo skemmtilega vill til að allir á Íslandi eru í vinnu svo byrjar skólinn hjá krökknum í kringum 20.ágúst svo það er bara ekki hægt að stoppa lengur)... En hann er sko ekkert smá sáttur og spenntur... Finnst minnsta mál í heimi að fara einn heim aftur, sagði "hva það er sko ekkert mál ég gerði það nú fyrst fyrir mörgum árum þegar ég heimsótti Reynsa í Danó" þar með var það afgreitt... Og þar sem Ma finnst Oliver orðinn svo stór UNGLINGUR þá hefur hún ákkúrat engar áhyggjur af honum, hann alltaf svo duglegur að redda sér sjálfur.. Hefur erft þessi gen frá mömmu sinni, ha ha ha ha ha...
Ma ákvað svo að skella sér í bæinn með strákana þar sem veðrið var bara svo gott, tókum strætó í bæinn og chilluðum.. Ma bauð svo strákunum á MacDonalds og ákváðum við svo að labba svo bara heim úr bænum (já það er smá spölur) það var samt eiginlega of heitt til að ganga en þar sem Ma labbaði "ekki strætóleið" heim þá var ekkert val við urðum bara að labba alla leið, en sem betur fer hafði Ma haft vit á því að kaupa smá nammi bensín og drykkjar bensín svo við lifðum gönguna af...
Þegar heim var komið lögðust þeir bræður bara upp í sófa "gjörsamlega búnir á því"... Ma hentist hins vegar að sækja Pabba í vinnuna og Oliver passaði á meðan, en því miður þá fékk Kriss greinilega eitthvað í magan á meðan og þegar við komum heim þá var hann greyjið búinn að ÆLA út um allt baðherbergi (en stóri brósi búinn að gefa honum kók en ekki þrífa gubbið (skil hann mjög vel))... Kriss fór svo bara niður í sófa eftir herleg heitin og sofnaði... Við hin spiluðum bara og svo var farið í það að horfa á leikinn... Já maður verður að vita hver lendir í 3. sæti ekki satt????????
Jæja segjum þetta gott í bili...
Bara 5 dagar í ömmu sætu og vá hvað okkur hlakkar til...
Kv. Berglind and the boys
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home