fimmtudagur, júní 22, 2006

Ísland á morgun, JÚ HÚ :-)))))))))))))))))

Góða kvöldið,
Þá loksins pikkar ritarinn aftur.. Já búið að vera nóg að gera á stóru heimili, ég tala nú ekki um þegar maður er að undirbúa Íslandsferð, en við erum öll orðin spennt fyrir að kíkja heim jafnvel þó þetta sé nú bara stutt heimsókn (ein helgi) en það er meira en ekki neitt ekki satt????
Annars eru dagarnir bara búnir að vera ósköp venjulegir skal ég segja ykkur ekkert svona rosa merkilegt sem ég man eftir...
Ég fór með Kriss til Doksa í dag þar sem hann er búinn að vera að haltra síðan á laugardaginn en okkar maður datt í Hoppukastalanum í Tívolínu en ég var alltaf að draga það að skella mér með hann þar sem ég hélt alltaf að þetta væri að fara að lagast... En núna ákvað ég að drífa mig þar sem við erum nú á leiðinni til Íslands og þá bara varð þetta að gerast ekki satt???? En alla vegana var Kriss eins og ljós (Kriss alveg elskar að heimsækja Doksa svo það er nú ekki mikið mál að skella sér í svoleiðis heimsókn með hann) honum tókst að hrífa gjörsamlega alla sem urðu á vegi okkar fékk fárveika konu til að tala við sig og allt, hann var bara eins og alltaf algjör "strákur" en fólk hrífst sko af honum, enda er hann svakalega skemmtilegt barn (þó svo ég segji sjálf frá)... Kriss fannst sko alveg frábært þegar hann fór í myndatöku gerði sko allt sem kellan sagði og fannst þetta ekki mikið mál, heldur ekki þegar hann fór inn til Doksan gerði allar mögulegar kúnstir fyrir hann.. En honum tókst að "Togna" en ekkert alvarlegt og Doksi sagði að hann yrði bara góður fljótlega við ættum ekki að hafa neinar áhyggjur... En Ma fékk smá ræðu um það að Hoppukastalar og Trampólín væru STÓR HÆTTULEG og alls ekki gott fyrir líkaman að vera að djöflast í svona tækjum... Vissi þetta nú alveg með Trampólínið en var ekki eins viss með Hoppukastalana svo við komum út fróðari en við löbbuðum inn...
Annars er bara kominn Íslands spenningur í liðið sú Gamla byrjuð að pakka niður og þrífa þvott nóg að gera í þeim pakka... Og áður en við vitum af verðum við sest um borð í Express vél á leiðinni til Íslands... Kriss er sko alveg ákveðin í því að sofa hjá Ömmu meðan hann er á Íslandi og hringdi hann í Ömmu til að láta hana vita.. Vildi vera viss um það að hann fengi að sofa hjá henni...
Best að enda þetta á Veðrinu, það er bara búið að vera skítsæmilegt veður hér ekkert meira en það, hitinn verið FÍNN en það hefur ekki verið svona ekta SÓLBAÐSVEÐUR frekar svona grámyglulegt... En við getum ekkert kvartað hitinn búinn að vera yfir 20°C alla dagana...
Hlökkum til að hitta ykkur öll um helgina...
kv. Berglind and the Boys

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home