mánudagur, júní 12, 2006

MÖMMUDAGUR í Lúx í dag....

Góða kvöldið,
Þessi yndislegi sunnudagur byrjaði sko vel, já elskan hann Oliver minn vakti mömmu sína með pakka þessi elska bjó til flottan kassa handa mömmu sinni (svona hringlaga svo hún getur geymt hring eða skartgripi í honum) gerði allt sjálfur.. Bjó svo til rosa flott kort líka. Ógeð flott hjá honum og okkar maður gat sko alveg beðið (en hann kom með þetta heim úr skólanum á föstudeginum fyrir rúmri viku)... Kriss hins vegar vildi ekkert bíða með að gefa mömmu pakkan hann gaf henni hann bara strax (sama hvað Oliver reyndi að tala hann á sitt band) en mamma fékk rosa flott svona svín frá Kriss (en maginn á svíninu er korktafla).. Rosa flott hjá þeim báðum!!!!
En já þegar við vorum loksins farin á fætur fattaði Ma að við ættum bara ekki neitt kælibox og vorum að fara með Oliver á Takewondo sýningu svo sú Gamla hentist af stað (fékk Unglinginn með sér) í búð að versla Kælibox (erum að tala um það var ein búð opin í dag og þetta var bara eins og á Kleppi svo mikið var að gera).. En við redduðum kæliboxi...
Drifum okkur heim að fá okkur að borða áður en lagt yrði af stað!
Svo var lagt í hann keyrðum í halarófu til Frakklands þar sem sýningin var haldin.. Og vitir menn þetta var á tjaldstæði sem sýningin var og haldið úti svaka flott allt saman og geðveikt gaman.. Allir skemmtu sér rosa vel og voru krakkarnir með 2 show...
Ég hefði persónulega viljað fá að vita að þetta væri úti þar sem hitinn hjá okkur var 27°C þegar lagt var í hann og Berglind fór í síðum svörtum buxum (já gáfuð).. En við lifðum þetta af. Fengum svo Kórenskan mat að lokinni sýningu (hef nú oft bragðað betri mat).. En þetta var svona frekar spess...
Keyrðum svo heim á leið rúmlega 21 með VEL ÞREYTTA karla í bílnum. Kriss okkar sofnaði í bílnum alveg drulluskítugur en við ákváðum bara að leyfa honum að sofa (sturtum hann bara í fyrramálið áður en hann fer í skólan).. Oliver náði sturtu og svo var hann rotaður!!!
Verð nú að minnast á það að þeir bræður já báðir voru eins og LJÓS í dag (vá hvað þeir voru stilltir)...
Jæja segjum þetta gott af okkur hérna í HITANUM ÖLLUM:..
Kv. Oliver "Takewondo", Kriss "þreytti" og Co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home