sunnudagur, maí 28, 2006

Gullfoss og Geysir eða Upp og Niður

Well well well
Þá er þessi dagur að kveldi kominn....
Og búið að vera mikið stuð hér á bænum, já hann Kriss okkar fékk í magan í gærkvöldi en við héldum að þetta hefði nú bara verið út af nammiáti en svo var nú ekki þar sem Ballið byrjaði fyrir alvöru í nótt... Við vöknuðum sem sagt við lætin í honum Kriss okkar þar sem hann svo skemmtilega náði að gubba yfir allt rúmið sitt, svo Gamla fólkið þurfti að hlaupa með hann í sturtu og rífa allt af rúminu hans já um hánótt... Vorkenndum honum svo mikið að við tókum hann upp í til okkar og þar sofnuðu allir aftur enda þreyttir eftir hlaupin.. Vöknuðum svo næst við grátur þá hljóp sá Gamli niður og þar sat okkar maður á klósettinu "svo illt í maganum" Ma tók svo eftir því að eitthvað hafði nú komið í þeirra rúm líka svo næsta verk var að fara í það að rífa allt af hjónarúminu líka og þrífa Stubb litla sem var svo VEIKUR, leit út eins og liðið lík og leið alls ekki vel og þar sem klukkan var nú orðin morgun ákváðum við bara að fara á fætur og fara niður með Kriss og byrja að þrífa ÞVOTT:..
En ballið var nú ekki alveg búið NEI það voru nokkrar klósettferðir og svo GUBB svaka gaman eða þannig... Stubbur okkar hélt ákkúrat ekki neinu niðri... Þangaði til Ma datt í hug MacDonalds og jú hann var sko alveg til í svoleiðis herleg heit svo Pabbi og Oliver fóru út að kaupa mat handa honum... En á meðan mældi mamma Stubb, Stubbur var nefnilega búinn að vera óvenju rólegur og góður, jú jú okkar maður var með 38,7.... Þegar feðgarnir komu svo með matinn fór okkar maður nú bara rólega af stað með það að borða og enn sem komið er hefur hann haldið Macaranum niðri svo er bara að sjá hvað gerist í framhaldinu.. Stubbur verður því bara heima með mömmu á morgun, fer ekki í skólan...
Ma er búinn að hafa svo miklar áhyggjur af Oliver, bannað honum að vera alveg ofan í bróðir sínum, nennir ómögulega að hafa 2 GUBBUgeitur... Svo kvartaði Oliver yfir maganum áðan en við vonum bara að það komi ekkert út úr því hann er alla vegana enn ekki farin á klósettið!!!!
Við höfum því bara verið heima í dag, Oliver fór nú hjólatúr áðan en entist nú ekki lengi þar sem honum tókst á fljúga á hausinn. Sem sagt dagurinn hefur bara farið í tóma leti og þrif :-) skemmtilegt ha!!!!
Jæja segjum þetta bara gott af okkur í bili.
Vonum að næstu fréttir verði skemmtilegri og Kriss verði orðinn hress...
Kv. Oliver og Gubbugeitin

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nice! Where you get this guestbook? I want the same script.. Awesome content. thankyou.
»

laugardagur, júlí 22, 2006 7:32:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home