laugardagur, maí 27, 2006

Jú hú komið Helgarfrí...

Hellú,
nóg að gera í fríum núna ha... Notuðum nú bara daginn í gær í bíltúr keyrðum út um allt og kíktum á endanum á húsið hjá Óla Disk og Eyvör, en þau eru á fullu að taka það allt í gegn og nú var kominn tími á það að ég og strákarnir myndum kíkja til þeirra... Verður alveg pottþétt mjög flott þegar það verður tilbúið...
Dagurinn í dag byrjaði snemma hjá Kriss okkar sem bara fór fram úr að leika sér ekki mikið mál. Ma fór svo á fætur og tók Kriss niður með sér svo hann fengist nú til að borða eitthvað áður en hann fær í skólan, svo var Oliver vakinn og gekk það sko bara vel. Svo var þeim bræðrum skutlað í skólan í RIGNINGUNNI (vá er að verða GEÐVEIK á þessari endalausu RIGNINGU)...
Í hádeginu sótti ég svo Kriss og var hann frekar fúll að sú Gamla kæmi á bílnum en ég er að tala um úrhellisrigningu sem var úti svo ég nennti bara ekki að labba en Kriss var ekkert að spá í því sagði "þú hefðir bara átt að taka með regnhlíf"... Við Kriss fórum svo saman og sóttum Oliver stóra (sem var í prófi í morgun)... Chilluðum svo bara saman í hádeginu vorum ekkert að stressa okkur..
Eftir hádegið var svo Oliver keyrður í skólan og við Kriss fórum saman til Germaníu að versla í matinn.. Vá hvað var mikið af fólki í búðinni og já bara alls staðar, vorum ekki alveg að nenna þessu en við létum okkur hafa það og kláruðum innkaupin og drifum okkur heim.. Þegar við vorum rétt ókominn heim hringdi Oliver stóri sem var kominn heim til að láta okkur vita að hann væri kominn heim og ætlaði að drífa sig beint í heimalærdóminn, Oliver var sko rosa heppinn hann náði strætó heim svo ekki blotnaði hann í rigningunni..
Þegar við Kriss komum heim fórum við í það að rífa upp úr öllum pokunum svo við kæmumst í LETI en Oliver lærði bara á meðan...
Þegar pabbi kom svo heim var farið í það að borða og svo horfðu þeir feðgar á "Walk the Line" já eða aukadiskinn sem fylgdi myndinni. Rétt náðu að klára það áður en Oliver og pabbi fóru á Takewondo æfingu og Ma fór með hann Kriss sinn upp að sofa.
Núna sefur Kriss eins og ljós meðan Oliver hamast eins og brjálæðingur á æfingu..
Segjum þetta gott í bili..
Kv. OBB og KBB

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey what a great site keep up the work its excellent.
»

laugardagur, júlí 22, 2006 7:32:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home