þriðjudagur, maí 16, 2006

Þrumur, Eldingar og Rigning Dauðans...

Vá það var að gerast rétt í þessu.. Kriss stóð nú ekki á sama, honum fannst alltof mikill hávaði í þrumunum og skyldi ekkert í þessum eldingum hvað þetta væri eiginlega!!!! Og þeim langaði báðum að vita hvað væri eiginlega að gerast uppi hjá Guði þegar svona væri veður??? Kriss talar náttúrulega manna mest um Guð og hann spyr sko rosalega mikið um hann og veðrið!! Ef einhver er með svörin við svona spurningum á hreinu þá vinsamlegast setja þau inn í Commentið eða Gestabókina hjá okkur...
Dagurinn í dag byrjaði svaka vel Oliver var bara hress og kátur og fannst ekki mikið mál að drífa sig í skólan. En Kriss svaf að vísu aðeins lengur (eitthvað þreyttur drengurinn). Þegar Kriss dreif sig svo á fætur þá var hann bara í leti stuði, alveg sama hvað Ma bauð honum upp á hann nennti því ekki... En við fórum svo labbandi í hádeginu að sækja Oliver í skólan og þar sem það var ekki mikill heimalærdómur ákváðum við að skella okkur saman í strætó í bæinn og skoða lífið.. Svaka gaman hjá okkur fundum meðal annars strigaskó handa TA og JE, sá Oliver sér líka skó fyrir weddingið en var ekki í mátunarstuði svo við kíkjum á þá við tækifæri áður en við förum heim en honum fannst þeir held ég bara æðislegir af því þeir voru með Ferrari merki (æji svona PUMA skór með Ferrari merki). Fórum svo í uppáhaldsbúðina hennar mömmu og þar var svaka útsala og heavy mikið af fólki fyrir vikið en við fundum þar Diddl dót fyrir hana Ágústu Eir okkar (eða já fyrir mömmu hennar).
Eftir verslunarleiðangurinn fórum við á MacDonalds uppáhaldsstað þeirra bræðra og voru þeir víst ægilega svangir (held sko að börn verði svöng við að sjá M-skiltið bara). Eftir matinn fórum við bara á pósthúsið og svo heim með strætó.
Þegar heim var komið fór Oliver í heimalærdóminn og var ekki lengi að redda honum strákurinn en Kriss fór að leika sér!! Svo fengu þeir að horfa á TV og hafa poppskál með, enda orðið frekar rigningarlegt! Áður en við förum svo upp í kvöldmatinn þá kom þessi líka klikkaða rigning og svo fyldi hitt allt á eftir!!!!
Eftir matinn fór Kriss upp að sofa og byrjaði Oliver á því að lesa fyrir hann nokkrar blaðsíður í Karíus og Baktus og tók svo mamma við!! Gott að eiga bróðir sem kann að lesa, ha!!
En núna er Kriss okkar sofnaður og kominn langt inn í Draumalandið, Oliver fær hins vegar að vaka lengur.
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Oliver, Kriss og Co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home