föstudagur, maí 12, 2006

Fimmtudagur með Sól og sumaryl

Góða kvöldið,
þá er komið fimmtudagskvöld og enn svaka heitt og gott hjá okkur... Það var náttúrulega bara æðislegur hiti hjá okkur í dag...
Annars byrjaði dagurinn bara vel, Oliver vaknaði í stuði heima hjá sér og dreif sig á fætur og var sko alveg meira en lítið tilbúinn að fara í skólan.. Ma ákvað svo að keyra hann í morgun enda við bæði frekar löt. Ma dreif sig svo heim þar sem hún gat átt von á því að Kriss myndi vakna fljótlega og ætluðum við að leyfa karlinum að sofa smá þar sem hann var að vinna langt fram á nótt.. Jú jú svo kom Kriss niður, líka í stuði enda sólin farin að skína. Við Kriss ákváðum eftir morgunmat að fara í hans herbergi og taka til enda veitti ekkert af því þar sem Kriss tók sig til um daginn og sturtaði úr öllum dótakössunum sínum og það var því dót alls staðar inni hjá honum.. Var Kriss svaka duglegur til að byrja með en svo hætti þetta bara að vera skemmtilegt ef þið skiljið hvað ég er að fara, svo hann fór að gera ýmislegt annað eins og að lesa fyrir pabba sinn og svona sitt lítið af hvoru... En þegar Ma var búinn að taka allt til átti bara eftir að þurrka af og skúra þá komst Kriss í gírinn aftur hjálpaði mömmu sinni að þurrka af og raða inn í herbergið, kláruðum þetta á mettíma. Eftir tiltektina fór Kriss út á svalir í sólbað, en ákvað svo að það væri skemmtilegra að vekja bara pabba sinn almennilega og koma honum út úr rúminu og auðvita tókst honum það...
Við fórum svo öll á bílnum að sækja Oliver í hádeginu (já í GÓÐA VEÐRINU), málið var að Ma ætlaði með Oliver að finna nýja strigaskó og kaupa hlífar fyrir Takewondóið (vá ekki veitir af þeim).... Fórum sem sagt búðarráp eftir skóla hjá Oliver þar sem það var ekki mikill heimalærdómur hjá honum. Eftir mikið búðarráp fórum við heim í leti, strákarnir fóru í garðinn að leika sér og gáfust svo upp á hitanum og færðu sig bara inn... Þegar þeir voru búnir að kæla sig vel ákvað Ma að fara með þá út að hreyfa sig, Oliver fór á hjólinu en við Kriss fórum hins vegar labbandi ákváðum að gefa henni Susie vinkonu okkar brauð og kíkja líka á alla fuglana og gefa þeim líka brauð... Og vá þvílíkt sem allir voru hungraðir Kriss var rétt búinn að henda inn fyrir girðinguna þegar allt var horfið, og allt var klárað á mettíma, svo Kriss sagði mamma förum bara heim og náum í nýtt brauð handa þeim þau eru svo svöng... Nei það var nú ekki í boði svo við löbbuðum bara smá meira og drifum okkur svo heim þar sem Pabbi og Magni voru að grilla, komum beint heim í tibúinn mat búið að leggja á borðið og allar græjur ekkert smá flott. Borðuðum og fljótlega eftir matinn fór Kriss okkar í bælið enda mikið þreyttur þó svo hann hefði nú alls ekki viðurkennt það... Oliver fékk hins vegar að vaka aðeins lengur enda veðrið enn svo gott og bara ekki hægt að pína börnin í bælið...
Segjum þetta gott í bili..
Kv. Oliver tannlausi, Kriss "Emil" og Co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home