föstudagur, maí 05, 2006

Sól sól skín á mig!!!!

Hellú,
Þá er enn einn HITADAGUR búinn hjá okkur og já hann var sko heitur í dag. Svipað svona og í gær hitamystur svona yfir öllu en samt bara GOTT, vá hvað SÓLIN er æðisleg...
Dagurinn í dag byrjaði vel Oliver okkar var kominn fram úr og byrjaður að fá sér morgunmat þegar mamma kom niður, ekkert smá duglegur þessi strákur. Eftir mömmu fóru svo karlarnir á fætur bara huggulegt allir vaknaðir eldsnemma.. Pabbi keyrði svo Oliver í skólan meðan Ma og Kriss voru heima í leti. Þegar karlinn kom svo heim fórum við saman upp í morgunmat og spá í hvað við ættum að gera.. Drifum okkur svo í bíltúr, erum nefnilega að undirbúa komu sundlaugarnirnar, en nú á allt að fara að gerast í þeim málum á næstu dögum..Vorum svo bara á rúntinum þangað til Oliver var sóttur, þá drifum við okkur í Mallið í klippingu með Pabba og Oliver, trúið mér Kriss vildi líka fara í klippingu en NEI mamma tímir ekki að láta klippa hann strax.
Fórum svo heim í afslöppun, eða já Oliver fór í það að læra undir próf enda stærðfræðipróf hjá honum á morgun, leyfðum honum bara að læra lítið enda veðrið svo gott að það er bara ekki hægt að pína börn i svona veðri. Meðan Oliver lærði ákvað karlinn að Grilla enda allir að KAFNA ÚR HUNGRI... Svo var borðað snemma...
Eftir matinn fóru þeir feðgar að þrífa bílinn og jú strákarnir að leika sér svona inn á milli í garðinum bara huggulegt.. Svo ákvað sú Gamla að þetta gengi ekki lengur nú yrðum við að fara í smá göngutúr enda fannst henni búið að kólna mikið (vá hún kíkti ekki á hitamælirinn) fórum svo í langan göngutúr og sem betur fer var Oliver að kafna úr þorsta áður en við fórum út svo Ma tók vatn með í gönguna en það dugði nú skammt, á endanum ákváðu Pabbi og Kriss að fara bara heim (tóku aðra leið en við Oliver) en þeir voru sko bara að KAFNA úr þorsta og gátu ekki meir, við Oliver ákváðum hins vegar að labba lengra.. En þegar heim var komið var sko mikið þambað (af öllum, bara vatn takk fyrir)...
Við tóku svo bara róleg heit enda komið kvöld og farið að styttast í svefntíman hjá Oliver.. Fljótlega fór svo sú Gamla og las fyrir Kriss sem gjörsamlega leið bara út af, veit ekki hvort það var bara af þreytu eða þreytu og hita... Oliver fékk hins vegar að vaka lengur með Gamla settinu...
Núna eru þeir bræður báðir lengst inn í Draumalandinu sem er nú bara gott...
Segjum þetta því bara gott í bili
Kv. Við sem erum ENN með GÓÐA VEÐRIÐ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home