Verkalýðsdagurinn 1. Maí
Góða kvöldið,
Já þá er þessi langa helgi senn á enda, við búin að hafa það notalegt og letilegt í allan dag, bara huggulegt.
Það var sko farið óvenju seint á fætur í dag, já allir fóru seint á fætur að vísu vaknaði Kriss alltof snemma þar sem hann fór alltof seint að sofa í gær svo Ma bauð honum í sína holu og þar sofnaði hann strax aftur bara huggulegt. Fórum svo á endanum á fætur, þeir bræður voru samt ekkert að nenna að klæða sig strax, vildu bara hafa það kósý fram yfir hádegi sem var sko bara í góðu lagi, við vorum bara í róleg heitunum að spila og svona. Svo var ákveðið að fara út í göngutúr í rigningunni og tóku þeir bara með sér regnhlíf ekki mikið mál. Fórum langan góðan göngutúr vorum bara á peysunni enda fínt veður þó svo það væri rigning. Stoppuðum svo á bensínstöðinni og þar voru þeir svo heppnir að afgreiðslukonan gaf þeim sleikjó og ekki þótti þeim það leiðinlegt að hafa smá nesti á göngutúrnum. Fórum svo bara heim í enn meiri róleg heit, Oliver fór upp í herbergi til sín í PS2 meðan Kriss var að gera eitthvað af sér, svei mér þá ef hann Emil í Kattholti er bara ekki kominn til að vera (vona svo sannarlega að hann fari bara að drífa sig í Kattholt aftur)... Svo ákvað Ma að þau myndu bara setjast niður og horfa á smá bíó og vitir menn þá sofnaði strákurinn bara með það sama og þar sem klukkan var bara rúmlega 17 þá reyndi ég hvað ég gat að vekja hann en ekkert gekk, ákvað svo að labba bara með hann upp í rúm 18:30 og hvað gerðist þá, jú hann VAKNAÐI sem ég var sko bara ekki sátt við, reyndi eins og ég gat að koma honum niður aftur en NEI TAKK nú var hann bara ekkert þreyttur lengur bara svangur, þyrstur og nefndu það!!!! Svo jú hann fékk að fara aftur niður og fyrir vikið er hann ekki vitund þreyttur núna þegar klukkan er 20:30 (en hann á sko að vera löngu sofnaður, en sem betur fer er ekki skóli hjá honum á morgun svo þetta reddast fyrir horn)...
Nú sitja þeir feðgar að horfa saman á TV (einhvern bílaþátt spennandi ha,) svo er það bælið fyrir þá bræður aftur fljótlega, Oliver þarf að fara í skólan á morgun og Kriss verður að fara að sofa svo hann verði ekki GUDDA GEÐGÓÐA á morgun...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Emil og hinir í Kattholti
Já þá er þessi langa helgi senn á enda, við búin að hafa það notalegt og letilegt í allan dag, bara huggulegt.
Það var sko farið óvenju seint á fætur í dag, já allir fóru seint á fætur að vísu vaknaði Kriss alltof snemma þar sem hann fór alltof seint að sofa í gær svo Ma bauð honum í sína holu og þar sofnaði hann strax aftur bara huggulegt. Fórum svo á endanum á fætur, þeir bræður voru samt ekkert að nenna að klæða sig strax, vildu bara hafa það kósý fram yfir hádegi sem var sko bara í góðu lagi, við vorum bara í róleg heitunum að spila og svona. Svo var ákveðið að fara út í göngutúr í rigningunni og tóku þeir bara með sér regnhlíf ekki mikið mál. Fórum langan góðan göngutúr vorum bara á peysunni enda fínt veður þó svo það væri rigning. Stoppuðum svo á bensínstöðinni og þar voru þeir svo heppnir að afgreiðslukonan gaf þeim sleikjó og ekki þótti þeim það leiðinlegt að hafa smá nesti á göngutúrnum. Fórum svo bara heim í enn meiri róleg heit, Oliver fór upp í herbergi til sín í PS2 meðan Kriss var að gera eitthvað af sér, svei mér þá ef hann Emil í Kattholti er bara ekki kominn til að vera (vona svo sannarlega að hann fari bara að drífa sig í Kattholt aftur)... Svo ákvað Ma að þau myndu bara setjast niður og horfa á smá bíó og vitir menn þá sofnaði strákurinn bara með það sama og þar sem klukkan var bara rúmlega 17 þá reyndi ég hvað ég gat að vekja hann en ekkert gekk, ákvað svo að labba bara með hann upp í rúm 18:30 og hvað gerðist þá, jú hann VAKNAÐI sem ég var sko bara ekki sátt við, reyndi eins og ég gat að koma honum niður aftur en NEI TAKK nú var hann bara ekkert þreyttur lengur bara svangur, þyrstur og nefndu það!!!! Svo jú hann fékk að fara aftur niður og fyrir vikið er hann ekki vitund þreyttur núna þegar klukkan er 20:30 (en hann á sko að vera löngu sofnaður, en sem betur fer er ekki skóli hjá honum á morgun svo þetta reddast fyrir horn)...
Nú sitja þeir feðgar að horfa saman á TV (einhvern bílaþátt spennandi ha,) svo er það bælið fyrir þá bræður aftur fljótlega, Oliver þarf að fara í skólan á morgun og Kriss verður að fara að sofa svo hann verði ekki GUDDA GEÐGÓÐA á morgun...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Emil og hinir í Kattholti
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home