föstudagur, apríl 21, 2006

GLEÐILEGT SUMAR :-)

Gleðilegt sumar
Vonandi að allir hafa fengið jafn æðislegan dag og við í dag, að vísu hefði sólin mátt sýna sig mun meira en hitastigið var samt hátt svo þetta var fínn dagur í dag...
Kriss okkar vaknaði að sjálfsögðu eins og alltaf fyrstur og vildi fara á fætur en ákvað svo bara að fá að leggjast í rúmið hjá Ma og Pa og horfa á Dýrin í Hálsaskógi og held ég að allir hafi verið rosalega glaðir með þess ákvörðun hans!!!!
Ma fór nú svo á fætur og náði að draga okkur fram úr að vísu ákvað hún bara að leyfa Oliver okkar að sofa enda ekki hægt að draga hann alltaf á fætur við fyrsta hanagal eða hvað???
Ma og Kriss settust svo bara út á svalir jafn vel þó svo að sólin væri ekki alveg að sýna sig!! Voru bara að leika og lesa. Kriss bað svo um að fá að fara í föt og fara út í garð og vitir menn hann er orðinn svo duglegur að koma sér sjálfur í stígvélin að hann fór út í stuttermabol, stuttbuxum og stígvélum (nennti ekki að bíða eftir sokkum og skóm NEI TAKK)... Var svo heillengi út að leika, svakalega duglegur að dunda sér í garðinum..
Á endanum bauð Pabbi strákunum út, og fóru þeir feðgar allir saman út í skóla hjá Oliver með körfubolta með sér og voru þar fullt af krökkum og svo á rólóin hérna rétt hjá og þar var hún Charlie að leika sér.. Voru þeir feðgar úti þangað til sá Gamli þurfti að fara að drífa sig heim svo hann gæti lagt sig smá áður en hann færi að vinna, vildi Oliver ekki vera eftir á róló þar sem Charlie var bara ein þar (vildi ekki vera einn að leika við stelpu)... Svo komu þeir heim, karlinn náði að leggja sig smá og fóru Oliver og Kriss í garðinn að leika sér (vá hvað er nú gott að hafa garð) voru þar heillengi eða þangað til Ma stóð Kriss að verki að vera að hlaupa út með brauðpokan þá ákvað hún að nú væri greinilega kominn tími til að elda ofan í þá bræður kvöldmatinn... Meðan þeir borðuðu, hnoðaði Ma smákökudeigið sem hún og Oliver voru að gera. Fengu þeir svo heita smáköku í eftirrétt í kvöld og ekki leiddist þeim það!!! Finnst svona sætabrauð svo gott (vá hvaðan ætli þeir hafi það????)
Kriss fór svo bælið, frekar þreyttur og lúinn eftir daginn (já það tekur á að vera að allan daginn). Sofnaði frekar fljótlega. Oliver okkar er hins vegar eins og ljós upp í herberginu sínu í PS2 og grunar Ma nú að hann sé orðinn vel þreyttur líka.. Já þessir dagar þegar Vorið fer í gang taka á því þá er maður sko úti allan daginn, sem er sko bara hið besta mál...
Segjum þetta gott á þessum FYRSA DEGI SUMARS....
Verði nú góð hvert við annað.
Kv. Lúxararnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home