Miðvikudagurinn fyrir Páska
Well well well
Þá er sko komið miðvikudagskvöld hjá okkur og við öll búinn að eiga alveg yndislegan dag skal ég segja ykkur... Eins og alla hina dagana vaknaði Kriss fyrstur og fór bara á fætur (já hann nennir ekkert að liggja upp í NEI bara fara niður og gera eitthvað) og það var nú í góðu lagi þar sem Pabbi fór fram úr með honum og já Kriss sjálfbjarga fór og náði sér í brauð og álegg og fékk sér bara morgunmat (já til hvers að biðja um hjálp ef maður getur reddað sér sjálfur ég bara spyr?).. En þeir feðgar voru bara niðri að chilla þegar Ma dreif sig á fætur, hún ákvað að skella sér í búðina og versla það sem vantaði í Páskamatinn (þar sem hér er allt lokað um páskana að vísu er Mallið opið á Laugardaginn en það er bara alltof sumt)... Kriss vildi bara vera heima að leika við Pabba á meðan sem var nú í góðu lagi...
Oliver vaknaði nú á endanum og fór niður og var með feðgunum að chilla... Ma vildi nú endilega fá okkur með sér út í bíltúr (þar sem það var smá rigning úti) og jú jú allir vildu fara með út að henda rusli, Oliver ákvað að vísu að fara frekar upp í skóla að leika sér, þegar við vorum að klára að henda í gáminn kom sko úrhellisrigning svo Pabbi hringdi í Oliver og sagði hingað og ekki lengra við sækjum þig!!! Sem við og gerðum en Oliver vildi þá bara frekar fara heim og klára þýskuprófið, en að koma með í bíltúr og það var nú bara í góðu lagi!!!
Við hin fórum í smá bíltúr og svo heim, keyptum já lyklaborð í leiðinni (þar sem mamma hefur ómögulega getað munað eftir því hingað til) og jú jú það var bara lyklaborðið sem var ónýtt ekkert annað engin vírus og ekki neitt.. Svo nú getum við farið að pikka inn alla stafi á okkar tölvu!!!!
Komum svo heim og ákvað þá Kriss að fara út í garð að leika sér (ótrúlegt hvað hann getur dundað sér þar einn), eftir smá stund úti kom hann inn með poka með fullt af páskaeggjum (svona litlum) í og sagði að karlinn í húsinu við hliðina á hefði verið að gefa sér "súkkulad" eins og Kriss kallar það og að hann hefði sagt "Merci" við hann fyrir... Kriss er í miklu uppáhaldi hjá einum nágrannanum og er alltaf að græða nammi þar!!!
Kriss dreif sig svo aftur út og var úti heillengi!!! Kom svo inn um það leyti sem Ma og Pa voru að baka kleinur eða já Ma gerði deigið (fékk smá hjálp frá Oliver) pabbi steikti þær svo og þeir bræður voru ekkert smá ánægðir með þetta uppátæki foreldra sinna (voru sko duglegir að troða í sig þeim)...
Oliver og Bjarni fóru svo í Trivial (eða já þeir voru að spyrja hvorn annan út úr spurningunum úr spilinu en voru ekki að spila)... Voru þeir bræður svo að leika sér og eitthvað bara svona afslöppun það sem eftir lifði dags....
Ma kom svo og lét Kriss vita að nú væri kominn svefntími og var hann ekkert ánægður með það en um það leyti sem Ma byrjaði að lesa fyrir hann þá sofnaði hann strax, greinilega mikið þreyttur eftir alla útiveruna!!! Svona er það nú bara... Unglingurinn liggur hins vegar upp í sófa að horfa á einhverja mynd, bara gaman hjá honum heyrist mér... Hann fer nú samt að fara í bælið fljótlega enda kominn tími á það að hann fari í bælið svona í fyrra fallinu...
Jæja segjum þetta gott af okkur í dag...
Held við ættum að fara að setja inn fleiri myndir, gerum það á næstu dögum....
Kv. við í Lúx
Þá er sko komið miðvikudagskvöld hjá okkur og við öll búinn að eiga alveg yndislegan dag skal ég segja ykkur... Eins og alla hina dagana vaknaði Kriss fyrstur og fór bara á fætur (já hann nennir ekkert að liggja upp í NEI bara fara niður og gera eitthvað) og það var nú í góðu lagi þar sem Pabbi fór fram úr með honum og já Kriss sjálfbjarga fór og náði sér í brauð og álegg og fékk sér bara morgunmat (já til hvers að biðja um hjálp ef maður getur reddað sér sjálfur ég bara spyr?).. En þeir feðgar voru bara niðri að chilla þegar Ma dreif sig á fætur, hún ákvað að skella sér í búðina og versla það sem vantaði í Páskamatinn (þar sem hér er allt lokað um páskana að vísu er Mallið opið á Laugardaginn en það er bara alltof sumt)... Kriss vildi bara vera heima að leika við Pabba á meðan sem var nú í góðu lagi...
Oliver vaknaði nú á endanum og fór niður og var með feðgunum að chilla... Ma vildi nú endilega fá okkur með sér út í bíltúr (þar sem það var smá rigning úti) og jú jú allir vildu fara með út að henda rusli, Oliver ákvað að vísu að fara frekar upp í skóla að leika sér, þegar við vorum að klára að henda í gáminn kom sko úrhellisrigning svo Pabbi hringdi í Oliver og sagði hingað og ekki lengra við sækjum þig!!! Sem við og gerðum en Oliver vildi þá bara frekar fara heim og klára þýskuprófið, en að koma með í bíltúr og það var nú bara í góðu lagi!!!
Við hin fórum í smá bíltúr og svo heim, keyptum já lyklaborð í leiðinni (þar sem mamma hefur ómögulega getað munað eftir því hingað til) og jú jú það var bara lyklaborðið sem var ónýtt ekkert annað engin vírus og ekki neitt.. Svo nú getum við farið að pikka inn alla stafi á okkar tölvu!!!!
Komum svo heim og ákvað þá Kriss að fara út í garð að leika sér (ótrúlegt hvað hann getur dundað sér þar einn), eftir smá stund úti kom hann inn með poka með fullt af páskaeggjum (svona litlum) í og sagði að karlinn í húsinu við hliðina á hefði verið að gefa sér "súkkulad" eins og Kriss kallar það og að hann hefði sagt "Merci" við hann fyrir... Kriss er í miklu uppáhaldi hjá einum nágrannanum og er alltaf að græða nammi þar!!!
Kriss dreif sig svo aftur út og var úti heillengi!!! Kom svo inn um það leyti sem Ma og Pa voru að baka kleinur eða já Ma gerði deigið (fékk smá hjálp frá Oliver) pabbi steikti þær svo og þeir bræður voru ekkert smá ánægðir með þetta uppátæki foreldra sinna (voru sko duglegir að troða í sig þeim)...
Oliver og Bjarni fóru svo í Trivial (eða já þeir voru að spyrja hvorn annan út úr spurningunum úr spilinu en voru ekki að spila)... Voru þeir bræður svo að leika sér og eitthvað bara svona afslöppun það sem eftir lifði dags....
Ma kom svo og lét Kriss vita að nú væri kominn svefntími og var hann ekkert ánægður með það en um það leyti sem Ma byrjaði að lesa fyrir hann þá sofnaði hann strax, greinilega mikið þreyttur eftir alla útiveruna!!! Svona er það nú bara... Unglingurinn liggur hins vegar upp í sófa að horfa á einhverja mynd, bara gaman hjá honum heyrist mér... Hann fer nú samt að fara í bælið fljótlega enda kominn tími á það að hann fari í bælið svona í fyrra fallinu...
Jæja segjum þetta gott af okkur í dag...
Held við ættum að fara að setja inn fleiri myndir, gerum það á næstu dögum....
Kv. við í Lúx
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home