fimmtudagur, apríl 06, 2006

Takewondo Æfing

Jæja þá erum við nýlega komin heim af æfingu eða já við Kriss horfðum nú sem betur fer bara á en Oliver fékk að hamast fyrir allan peninginn nema hvað!!!! Bara fínt skal ég segja ykkur... Oliver fékk að vita að í lok maí verða æfingabúðir í Frakklandi (ef ég man rétt) og hann ræður hvort hann fer þangað enn sem komið er eru bara 2 búnir að skrá sig í æfingabúðirnar svo við ætlum að sjá til þegar nær dregur hvað strákurinn vill gera í þessu...
Annars var þetta bara frekar ljúfur dagur vaknað snemma eins og alltaf og þeir bræður báðir óvenju fljótir á fætur í morgun. Svo var það skóli hjá þeim, og í Kristofers skóla var eitthvert húllumhæ, já já allskyns svona HOLLT matarkyns fram á gangi (sem var verið að bjóða uppá) og úti var búið að setja upp græjur og þrautabraut fyrir eldri krakkana svaka sport hjá okkar manni í dag...Enda kom hann heim með viðurkenningu fyrir að hafa hlaupið 16 hringi fyrir eitthvað (já hvað held þetta myndi flokkast undir hjartavernd er samt ekki alveg 100% viss á því)... Hjá Oliver var hins vegar bara venjulegur skóladagur og ekkert spennandi bara same old same old...
Eftir skóla hjá þeim báðum (voru báðir með langan dag) var farið heim í Grjónagraut og ekkert smá vel borðað af honum eins og alltaf :-) Eftir matinn tók við lærdómur hjá Oliver þar sem við þurftum að klára það allt saman áður en farið yrði á æfingu og svo já var bara chill chill chill og ekkert annað... Fórum svo öll saman á æfingu við Kriss sátum bara eins og KLESSUR og horfðum á meðan hinir hrefyðu sig, ekkert smá gott mál... Svo var það heim og þá tók við bælið hjá Kriss enda komið vel yfir hans svefntíma, svo er Oliver á leiðinni upp núna enda skóli hjá honum á morgun...
Já svo má nú ekki gleyma veðrinu, já veðrið í morgun var frekar KALLT að okkar mati, svo fór nú sem betur fer að hitna þegar líða tók á daginn og var bara orðið þetta fína veður þegar við fórum með Oliver á æfingu... Vonum nú samt að hitinn eigi nú eftir að hækka meira áður en við förum í frí (erum með allskonar hugmyndir af einhverju að gera ef veðrið verður gott svo við verðum bara að krossa fingur ekki satt)....
Það var ákveðið áðan að Ma ætlar að búa til próf handa Oliver í næstu viku (hann sleppur sem sagt í þessari viku (aðallega útaf því að lyklaborðið okkar virkar ekki sem skyldi)) svo já það verður lært í Páskafríinu....
Jæja segjum þetta gott í bili
Bara 2 skóladagar í Páskafrí, jú hú...
Kv. Unglingurinn, Prakkarinn og Co.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home