fimmtudagur, mars 30, 2006

Húsið er að gráta alveg eins og ég......

Já það mætti segja að hér sé allt að gráta og líka við þar sem hér er sko úrhellis RIGNING vá hvað er mikil rigning.... Þetta er greinilega ENDALAUST... Sem minnir mig á spurning sem ég fékk í vikunni "hvað er Guð eiginlega að gera þegar kemur haglél" óskum hér með eftir svörum við því... En það komu sem sagt geðveikt HAGL hér í vikunni (hitabeltis hagl er þetta víst kallað)....
Nóg af röfli...
Dagurinn í dag var bara fínn, Oliver vaknaði sjálfur, já ótrúlegt en satt, við vekjaraklukkuna sína og fór á fætur og kom sko mömmu sinni mikið á óvart... En við vorum bara tvö á fótum, Ma skutlaði svo stráknum í skólan þar sem það var sko KLIKKUÐ RIGNING í morgun, vá og þetta var ekki einu sinni DJÓK....
Ma dreif sig svo heim og já fljótlega eftir það vaknaði Kriss þá var farið á fætur og chillað að vísu neitaði okkar maður að fara í föt og úr náttfötunum þar sem það var svo leiðinlegt veður og hann ætlaði sér bara að vera inni í allan dag, bað meiri að segja um það að það yrði kveikt bara á kertum og haft huggulegt sem var sko bara í góðu lagi...
Svo kom Oliver okkar heim, og þá var það lærdómur hjá honum og sá Gamli ákvað að fara að taka til í garðinum og þá heimtaði Kriss nú að fara út í Pollagallan og læti ekkert RUGL ætlaði að vera úti að leika sem var sko í góðu og já já hann ætlaði varla að fást einn seint um síðar..
Þegar svo allir fengust inn þá var ákkúrat að byrja Oliver Twist í TV svo þeir bræður byrjuð að kíkja á hana, svo var það bara matur og aldrei þessu vant voru þeir bræður báðir ROSALEGA DUGLEGIR að borða og já ekkert smá sem þeir gátu borðað í kvöld....
Svo fengu þeir að fara niður með karlinum að kíkja á Simpsons og svo var það bara bælið fyrir Kriss (sem reyndi sko þvílíkt að berjast við augnlokin sem voru orðin helst til þung).... Oliver fær að vaka smá lengur svo er það bælið hjá honum þar sem hann er að fara í Stærðfræðipróf.
Svona var það nú bara..
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Lúxararnir sem eru að vakna til lífsins

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home