föstudagur, mars 24, 2006

Ömurlegt RIGNING :-(

Góða kvöldið
Já já þá er sko búið að rigna þessi lifandi ósköp hérna hjá okkur í dag, er að tala um að Oliver skipti um úlpu, húfu, skó og sokka í hádeginu!!!!
Dagurinn byrjaði bara nokkuð vel það komust allir á fætur og í mat áður en sá Gamli skutlaði strákunum í skólan (að vísu spurði Kriss Ma áður en þeir lögðu af stað "ætlar þú ekki að skúra" veit ekki hvort þetta var komment um hversu skítugt væri alltaf hjá mér eða hvort honum finnist ég bara alltaf vera skúrandi. Vona alla vegana það síðara)...
Í hádeginu sótti Pabbi, Kriss þegar þeir svo komu heim þá kom Kriss hlaupandi til Mömmu og segja henni að hann vissi um blaðið sem hann fékk í póst og að hann hefði fengið stimpil í bókina í dag (að sjálfsögðu fékk hann mikið hrós fyrir stimpilinn). Blaðið já í dag kom bréf um að við ættum að fara að skrá Kriss í Oliver skóla (en á lóðinni hjá Oliver skóla er svona Stubbaskóli) og fannst honum Kriss okkar það ekkert smá STÓRT SKREF að fá að fara í Oliver skóla, vá það var ekkert smá flott..
Þeir fegðar fóru svo út og sóttu Oliver í RIGNINGUNNI (Oliver allur hlandblautur) Kriss ennþá jafn spenntur út af bréfinu frá skólan (veit ekki hvort Oliver náði að setjast inn í bílinn áður en Kriss kaffærði hann með bréfinu).. Svo var farið heim í hádegismat og afslöppun..
Eftir hádegi var skóli hjá Oliver, en við hin fengum heimsókn af honum Ella sem er að vinna með Pabba, Kriss gjörsamlega lagði Ella greyjið í einelti.. En sem betur fer lifði Elli það af..
Þegar Oliver kom svo loksins heim þá var það heimalærdómur sem beið hans og hann var nú óvenju lítill í dag eða já bara svona meðal kanski, eftir lærdóm fóru Ma og Oliver í keppni í PS2 tölvunni en Oliver fannst kominn tími á það að hann myndi RÚSTA þeirri gömlu í einhverjum leik. Kriss var bara áfram niðri hjá körlunum eða já þangað til hann heyrði hláturinn í okkur Oliver þá kom hann sko hlaupandi upp vildi vita hvað var eiginlega að gerast hjá okkur :-)
Svo erum við bara búin að vera í róleg heitum enda hundleiðinlegt veður úti ekkert smá mikil RIGNING og já leiðindar þoka þetta er bara VIBBI.. Höfum sko bara ekki nennt út að óþörfu í dag..
Ákkúrat núna er Kriss sæti sofnaður og kominn LANGT LANGT inn í Draumalandið, en Unglingurinn á heimilinu er á fullu að hamast enda á Takewondo æfingu (og trúið mér þar inni leiðist okkar manni ekki)... Pabbi keyrði Oliver á æfingu og ætlaði að horfa á strákinn okkar... Verður gaman að heyra sögurnar frá þeim þegar þeir koma heim!!!
Jæja gott fólk segjum þetta gott í dag..
Heyrumst á morgun...
Kv. Karlarnir og ég..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home