Við erum á LÍFI...
Bara svona ÖRSTUTT fyrir okkar dyggustu aðdáendur... Sá Gamli var eitthvað að fikta í tölvunni hérna á sunnudagskvöldið og já við búinn að vera NETLAUS síðan þá en hann Elli sem vinnur með þeim Gamla kom hérna núna rétt áðan og reddaði okkur sem BETUR FER...
Hélt svona án alls gríns að ég myndi fara yfir um, hvernig er hægt að vera TÖLVULAUS ég bara spyr????
En annars bara GEGGJAÐ VEÐUR hjá okkur núna.. Mikið búið að gerast sem ég læt inn í kvöld..
Já verð samt að koma að honum Kriss bara örstutt.... Ma og hann fóru saman að henda pappa og glerjum á mánudaginn sem er ekki frásögu færandi nema hinum megin við götuna er kirkjugarður, svo þegar Ma sest loksins inn í bílinn aftur þá segir Kriss "Mamma er Sandkassi hjá Guð" og auðvita varð maður að svara svona stórri spurningu og jú jú ég hélt það nú sagði að auðvita ætti Guð svoleiðis til fyrir öll litlu fallegu börnin sem væru hjá honum og þá byrjaði flóðið "á Guð gám" "hvenær kemur Guð og sækir fólk" "kemur Guð í bíl eða flugvél" "afhverju sækir hann suma þegar þeir eru sofandi" svo gæti ég endalaust haldið áfram.. Auðvita varð ég að standa mig í stykkinu og útskýra þetta fyrir honum allt saman og segja honum hvað væri uppi hjá Guð.... Stundum er hann þessi elska okkar bara BÍÓ...
En ekki er búinn að vera tóm sæla hjá familíunni síðan við misstum netið...
Já hann Kiddi stóri bróðir hennar Ömmu Dísu dó aðfaranótt mánudagsins... Við vottum fjölskyldu hans og ættingum samúð okkar...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Berglind og Karlarnir
Hélt svona án alls gríns að ég myndi fara yfir um, hvernig er hægt að vera TÖLVULAUS ég bara spyr????
En annars bara GEGGJAÐ VEÐUR hjá okkur núna.. Mikið búið að gerast sem ég læt inn í kvöld..
Já verð samt að koma að honum Kriss bara örstutt.... Ma og hann fóru saman að henda pappa og glerjum á mánudaginn sem er ekki frásögu færandi nema hinum megin við götuna er kirkjugarður, svo þegar Ma sest loksins inn í bílinn aftur þá segir Kriss "Mamma er Sandkassi hjá Guð" og auðvita varð maður að svara svona stórri spurningu og jú jú ég hélt það nú sagði að auðvita ætti Guð svoleiðis til fyrir öll litlu fallegu börnin sem væru hjá honum og þá byrjaði flóðið "á Guð gám" "hvenær kemur Guð og sækir fólk" "kemur Guð í bíl eða flugvél" "afhverju sækir hann suma þegar þeir eru sofandi" svo gæti ég endalaust haldið áfram.. Auðvita varð ég að standa mig í stykkinu og útskýra þetta fyrir honum allt saman og segja honum hvað væri uppi hjá Guð.... Stundum er hann þessi elska okkar bara BÍÓ...
En ekki er búinn að vera tóm sæla hjá familíunni síðan við misstum netið...
Já hann Kiddi stóri bróðir hennar Ömmu Dísu dó aðfaranótt mánudagsins... Við vottum fjölskyldu hans og ættingum samúð okkar...
Segjum þetta gott í bili
Kv. Berglind og Karlarnir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home