sunnudagur, mars 05, 2006

Við komin heim....

Halló Kalló Bimbó
Já þá erum við komin HEIM í Heiðardalinn... Auðvita söknum við samt Íslands og Ömmu sætu en það er bara eins og það er, svona er lífið þegar maður býr í útlöndum skal ég segja ykkur...
Nóg um það..
Það var sko frekar ERFITT fyrir ALLA að vakna í morgun en einhvern vegin hafðist þetta allt saman og við mættum á flugvölinn og í vélina á réttum tíma... Í flugvélinn ákvað Ma að vera góð og leyfa Pa að fara að sofa eftir matinn (en já það var víst hann sem þurfti að keyra heim af flugvellinum og þá verður maður nú að vera vel sofinn) svo hún skipti um sæti við hann og sat á milli þeirra bræðra... Oliver var eins og ljós í vélinn en Kriss var sko bara í stuði þangað til Ma sagði hingað og ekki lengra nú situr þú smá stund kjurr og ég var rétt búinn að klára setninguna þegar Kriss sofnaði, og svaf hann það sem eftir var leiðar.... Oliver náði að taka mjög stuttan lúr í vélinni en restin af familíunni svaf....
Þegar við svo komum til Frankfurt var mikil spenna í körlunum, já hvernig bílaleigubíl ætli við myndum nú fá og voru þeir ákveðnir í því að NEITA öðrum Peugout... En vitir menn við fengum GLÆNÝJAN Audi A6 (hann var keyrður 23 km)... Ekkert smá flottur og voru þeir feðgar sko ánægðir með það og nú skammaðist sín ákkúrat ENGIN....
Svo var bara farið heim enda allir enn þreyttir og lúnir eftir ferðalagið... Að vísu má sko ekki gleyma að segja frá því að hér er sko FULLT FULLT AF SNJÓ.... Já það er búið að SNJÓA vel hérna í Lúxlandi meðan við vorum á Íslandi... Bara allt á kafi að vísu eru göturnar auðar en þá er það upptalið... Allt út í snjó og VIBBA...
Nú á sko að fara SNEMMA í bælið þar sem það er skóli hjá öllum á morgun...
Svona er það nú bara...
Við sátt við okkar ferðalag á Íslandi og allir skemmtu sér vel...
Gátum hitt flest alla sem er sko alltaf skemmtilegast...
Segjum þetta gott í bili af okkur...
Kv. Ma og Karlarnir

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Takk fyrir síðast, það var sko ekkert smá gaman að hitta ykkur :-)
Knús og kossar,
Elísabet og co

mánudagur, mars 06, 2006 12:53:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home