föstudagur, febrúar 24, 2006

Tíminn líður hratt á Gervihnattaöld....

Góða kvöldið
Já það mætti segja að nú líði tíminn hratt hjá okkur hérna í Lúx, enda kominn mikil spenningur í liðið skal ég segja ykkur.... Enda bara helgin eftir svo erum við farinn....
En já alla vegana gekk morguninn í morgun ROSALEGA VEL og allir út Kriss sem Blái Power Rangers karlinn með grímu og allan pakkan... Fyrst var Oliver skutlað í skólan enda var stærðfræði próf hjá honum Greyjinu og svo var það Kriss og Grímuballið!!!!
Kriss var svo sóttur fyrstu af karlinum já þar sem sú Gamla var í klippingu og litun, skutlaði Pabbi bara Kriss á hárgreiðslustofuna svo hann gæti líka fengið klippingu og biðum við Kriss svo bara saman eftir Pabba og Oliver (en þeir sóttu okkur í klippingu), Ma var nú ekki alveg sátt bað um að láta gera svona karlaklippingu á Kriss og þynna hárið aðeins á ofan þar sem hann er með frekar þykkt hár drengurinn en NEI hún klippti ALLTOF MIKIÐ (ég er að tala um það vex svo hægt á honum hárið að ég tími þessu bara EKKERT)....
En alla vegana drifum við okkur heim til að fá okkur að borða og láta Oliver skipta um föt en það var Grímufjör hjá honum eftir hádegi... Annars var bara fjör líka fyrir hádegi hjá Oliver, það var fyrst Myndlist, Stærðfræði próf, horft á bíómynd og að lokum fengu þau að byrja á heimalærdómnum (sem betur fer segji ég bara enda var ekkert smá mikið sem hann átti að læra greyjið)....
Eftir hádegi var svo Oliver keyrður í skólan og erum við alltaf að sjá betur og betur hvað Oliver er farin að skilja mikið í Þýsku og Lúxemborgísku... Duglegur drengurinn enda kann hann að telja upp á 12 á frönsku, endalaust á Íslensku, Þýsku og Ensku já og geri aðrir betur :-))))))
Við restin af familíunni fórum bara að chilla meðan Oliver var í skólanum, svo var Oliver sóttur og þá fóru Ma og Kriss heim meðan Karlarnir fóru að þrífa bílinn og svo var það bara lærdómur hjá Oliver (illu er best af lokið) og Kriss fékk að fara að chilla með Pabba þar sem Ma var með Oliver í lærdómnum....
Svo um það leyti sem Kriss var að fara í bælið ákváðu Oliver og Pabbi að reyna að finna Takewondo æfingar hérna einhvers staðar í nágrenninu en Pabbi hringdi í einhvern þjálfara áðan sem vildi endilega leyfa Oliver að koma og kíkja á æfingu.. Vonandi að þeir finni hvar þetta er karlarnir... Svo já það mætti segja að það sé gjörsamlega nóg að gera hjá okkur...
En já nú er það morgundagurinn þá fær Oliver smá forskot á sæluna og fær að opna Pakka frá Kriss og smá frá Ma, Pa, Ömmu og Reynsa.... Bara skemmtilegt, en Ma nennir ekki að taka pakkana með til Íslands (ætlum frekar að sitja eitthvað annað í ferðatöskuna).....
En svona er það bara, bara brjálað að gera hérna hjá okkur í Lúxlandinu...
Segjum þetta gott í bili
Hlökkum til að hitta ykkur Öll eftir helgina...
Muna svo að kvitta í gestabókina !!!!!!!!
Kv. Lúxararnir

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Það er greinilega nóg að gera hjá ykkur í Lúxlandinu !! Enda er það nú svo sem bara gott :-)
Hlökkum til að sjá ykkur
knús og kram
Elísabet

laugardagur, febrúar 25, 2006 4:39:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home