mánudagur, febrúar 20, 2006

Sunnudagur, Konudagur......

Góða kvöldið,
þá er þessi sunnudagur senn á enda, já kanski bara alveg ágætt því þá er styttra í að við komumst í Ömmuhús.... Enda kominn spenna í mannskapinn... Nema hvað, vitum að við fáum bara TOPP þjónustu hjá Ömmu sætu og Co. svo veit Unglingurinn náttúrulega af afmælinu sínu og það er náttúrulega bara TOPPURINN af þessu öllu saman....
Nóg um það í dag var sko KONUDAGURINN og já fékk Ma bara topp þjónust, en sá Gamli var nú svo elskulegur (já þó svo hann væri DAUÐÞREYTTUR og nýkominn heim úr vinnunni og ekkert búinn að sofa) að hann leyfði þeirri Gömlu að sofa og tók Kriss niður þar sem þeir kíktu á TV saman, en við erum að tala um að Kriss Morgunhani vaknaði eldsnemma og heimtaði að fá að fara niður og kíkja á TV og vildi ekkert annað en bara það!!!!!! Svo kom Oliver sæti þegar hann vaknaði upp í rúm til Mömmu sinnar og fór að strjúka á henni bakið (var hægt að biðja um meira ég bara spyr???) en jú það átti sko bara eftir að lagast því Kriss kom líka upp þegar hann heyrði að sú Gamla var vöknuð og fór að strjúka á henni hárið (já þetta var sko drauma byrjun á deginum)....
En við drifum okkur svo á fætur og ákvað Ma að þakka fyrir sig með að leyfa karlinum að fara að leggja sig og bauð strákunum upp á TOPP þjónustu já Jógúrt fyrir framan TV (en það er nú ekki oft í boði á þessu heimili)..... Svo var ákveðið þegar karlinn vaknaði að skella sér í bíltúr en Unglingurinn nennti ekki með og var það bara í góðu lagi...
Svo þegar heim var komið fórum við öll í það að skipta á öllum rúmunum í húsinu og setja hreint á og skipta um sængur og skemmtilegt, já og taka til.... Bara duglegir að hjálpa Mömmu þessir sætu strákar mínir... Á endanum gafst svo Kriss upp og fór svo að leika í sínu herbergi og já stuttu seinna fór Oliver í sitt herbergi að leika sér líka.... Sem var sko bara allt í lagi enda voru þeir búnir að vera duglegir að hjálpa Ma....
Svo fór nú að líða að kvöldmatnum og voru þeir bræður þá gjörsamlega að kafna úr hungri og voru ekki lítið ánægðir þegar Ma sagði þeim að það væri Bjúga á boðstólnum!!! Bara gott (já alla vegana þegar maður er barn) enda borðuðu þeir bræður rosalega vel, báðir tveir....
Eftir matinn voru þeir bræður rosalega góðir enda var Kriss minn eitthvað ægilega þreyttur, svo Ma fór bara snemma með hann í rúmið og datt hann út strax... Unglingur fékk hins vegar að vaka lengur og fór með ljóðið sem hann átti að læra á frönsku, og gerði það sko upp á 10 ekkert smá duglegur (já eins gott að það sé einhver í familíunni að læra öll þessi tungumál).... Oliver var svo sendur í bælið enda orðinn þreyttur líka... Enda veitir þeim ekkert af svefninum þar sem það er skóli snemma í fyrramálið!!!!
Svo já erum við byrjuð að huga að Íslandsferð okkar og kominn mikill spenningur í Stubb og Músa....
Jæja ætli við segjum þetta ekki bara gott af þessum yndislega Konudegi....
Endilega haldið áfram að kvitta í gestabókina og gefa okkur komment...
Kv. Lúxararnir á leið í heimsókn til Ömmu Sætu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home