fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Snjór, snjór, snjór og aftur snjór...

Góða kvöldið
Já þá er búið að snjóa fullt hjá okkur í dag en ákkúrat núna er allur snjórinn farinn, merkilegt!! En við vöknuðum við snjókommu svo er hún búinn að vera meira og minna í allan dag en snjóinn aldrei náð að festa sem betur fer....
Við Oliver vöknuðum 2 í morgun við fyrsta hanagal eða já alla vegana Ma.. Oliver lét síman sinn hringja nokkuð oft út áður en Ma fór að tala við hann og sagði að þetta gengi bara ekki lengur það væri kominn tími til að fara fram úr og jú jú þá lét hann sig hafa það... En hann var sko ekki að nenna að vakna í morgun.... En það hófst á endanum...
Svo var Oliver keyrður í snjókommunni í skólan. Þegar Ma svo kom heim eftir skutlið var Kriss vaknaður og í stuði.. Vildi drífa Gamla manninn á fætur.. Sem gekk nú á endanum þar sem hann þurfti að fara að vinna, svo Kriss og Ma voru 2 ein eftir heima.. Þau ákváðu bara að fara og fá sér morgunmat saman og fara kanski bara í bæinn, en um það leyti sem þau voru á leiðinni út kom pabbi heim og bauð okkur í bíltúr í bæinn... Eftir bæjarferðina (sem var frekar stutt) fór Kriss út í garð að leika sér í snjónum (svaka duglegur)... Svo kom hann inn og við chilluðum í smá stund... Svo var kominn tími á það að labba á móti Oliver í skólan og var Kriss sko kappklæddur í skíðagallanum, nema hvað.. Svo var snjókast á leiðinni heim enda vorum við frekar lengi á leiðinni heim.. Þegar við svo loksins komum heim þá byrjaði Oliver á heimalærdómnum og læra undir prófið en á morgun er stærðfræðipróf (og þá þarf okkar maður nú ekki að læra mikið enda klár í stærðfræðinni)... Svo var það matur en þeir bræður vildu Eggjabrauð og tilbehör, borðuðu vel af því eins og venjulega..
Eftir það fóru þeir að leika sér svo að slappa bara af...
Loksins kom svo sá Gamli heim og stuttu eftir komu Doddi og Magni að hjálpa Pa að koma nýja Glerskápnum upp í borðstofu, og gekk það bara eins og í sögu.. Þegar skápurinn var svo kominn upp þá fórum við og Ma að raða inn í skápinn (Ma var alveg skíthrædd við Kriss og kristalglösin, en sem betur fer urðu engin óhöpp).... Svo er það núna smá róleg heit áður en þeir bræður fara í bælið enda er skóli hjá öllum á morgun... Bara gaman...
En já við segjum þetta bara gott af okkur hérna úr engum snjó...
Kv. Bræðurnir í Lúx

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...


Til lukku með nýju húsgögnin :-) Frábært að glerskápurinn skuli vera kominn á sinn stað !!
Góða helgi :-)
Knús og kossar
Elísabet og co

laugardagur, febrúar 11, 2006 4:10:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home