sunnudagur, febrúar 05, 2006

Bíódagur

Góða kvöldið,
Þá eru bræðurnir og Ma búin að eiga alveg yndislegan dag saman... Já Pa var nú heima með okkur í morgun en um það leyti sem við fórum í bíó fór karlinn að vinna....
Já við skelltum okkur saman á Chicken Little og fannst þeim bræðrum hún bara nokkuð góð og já þeir gátu báðir helgið hátt og mikið meðan á myndinni stóð... En Kriss var bara eins og ljós í bíó, enda var þetta teiknimynd, hann sat bara í fanginu á Mömmu eins og ljós!!! Já ótúrlegt en satt þá hefur þetta gengið bara nokkuð vel í undanfarin skipti í bíó með Kriss hann bara sitið kjurr og ekki talað hátt meðan á myndinni stendur (en takið eftir hérna úti er ekki HLÉ svo það gæti reynst erfiðara að sitja kjurr allan tíman)...
Eftir bíóið löbbuðum við einn hring í Mallinu og ákváðum svo bara að drífa okkur heim... Ma fór í smá PS2 keppni við Oliver og já hver haldið þið að hafi unnið?? Já mömmu var gjörsamlega rústað þó svo Kriss hafi verið í klappliðinu hennar!!!!
Eftir keppnina ákváðum við að fara saman niður og horfa á Idol Stjörnuleit..En það er sko alveg nauðsynlegt að fylgjast með þó svo maður búi í útlöndum ekki satt??? Svo ákváðum við að hendast upp í geymslu og fara með matar og kaffistellið okkar og byrja að raða í nýja skenkinn en Ma ætlaði nú að bíða með þetta þangað til Glerskápurinn kæmi upp en við ákváðum bara að drífa þetta af, og voru þeir bræður alveg ótrúlega duglegir og góðir að hjálpa Ma við að taka upp úr kössum og raða inn í skenkinn... Já þeir geta alveg verið eins og ljós ef þeir vilja það... Þegar við vorum nýbúinn að raða í skenkinn þá hringdi Amma Sæta og fóru þeir bræður þá bara að leika sér saman meðan Ma blaðraði í síman (já áfram héldu þeir að vera góðir)...
Eftir símtalði fattað Ma allt í einu hvað klukkan var orðin mikið svo hún fór upp með Kriss að sofa og hann sofnaði bara gjörsamlega strax enda komið vel yfir hans svefntíma, en Oliver fór bara í PS2 á meðan... Kom svo niður til Ma þegar hún var búinn að svæfa og nú ætlum við Oliver að fara að glápa á TV saman.. Um að gera að nota tíman saman :-)
Svo já þetta er sko bara búin að vera þessi fínasti laugardagur...
Á morgun er svo Bekkjarpartý hjá Oliver á MacDonalds en Sam er að fara að halda upp á afmælið sitt þar og bíður öllum bekknum, gaman að sjá hvernig það á eftir að ganga...
Æji segjum þetta bara gott í dag...
Heyrumst...
Kv. Bræðurnir og Gamla Settið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home