fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Rólegur Fimmtudagur....

Góðan daginn, góðir gestir...
Já það mætti segja að dagurinn í dag sé búinn að vera alveg ROSALEGA RÓLEGUR... Já það fóru allir eldsnemma á fætur í morgun.. Ma skutlaði svo Oliver í skólan meðan feðgarnir fengu sér að borða en þeir áttu langa ferð fyrir höndum, jú þeir Pa og Kriss voru að fara LENGST til Þýskalands að versla 1 stykki mótorhjól fyrir þann Gamla... Svo fljótlega eftir að Ma kom heim fóru þeir feðgar af stað, en Ma varð að vera heima þar sem Glerskápurinn okkar og skenkurinn átti að koma í dag plús karlinn að fylla á olíuna á húsinu svo það mætti segja að það hefði verið alveg nóg að gera hjá okkur... En sem betur fer mættu allir snemma svo Ma ákvað að skutlast eftir Oliver þar sem í dag var stuttur dagur og frekar mikið kallt úti og þykk þoka yfir öllu....
Eftir skóla náði Ma að draga Oliver með sér í verslunarferð, en ísskápurinn á heimilinu var komið með mikið og stórt garnagaul og já þótt ótrúlegt megi virðast þá samþykkti minn maður að fara með Mömmu sinni... Og var þetta bara þessi fínasta ferð hjá þeim :-)
En í dag er Ljósadagur í Lúxemborg þá ganga krakkarnir í hús og syngja og sníkja nammi fyrir sönginn en það hefur einfaldlega farið mjög lítið fyrir þessu í minni sveit já komu hérna 1 stykki af börnum og sungu.. Í Olivers bekk var ekkert gert svo hann beið bara spenntur heima vonaði að bekkjarfélagarnir myndu koma við því þá var hann ákveðin í að fara með þeim út (en já maður varð að hafa fullorðinn með sér úti að syngja, og því miður kann Oliver ekki alveg lagið svo ekki gat Ma farið ein með Strákinn sinn út að synga þar sem hún kann ekki eitt orð í laginu, lélegt ástanda á heimilinu, en við ákváðum að við myndum bara pottþétt fara á næsta ári og draga þá Kriss með okkur því þá kunna þeir vonandi báðir þetta lag)... En krakkarnir í Olivers bekk sungu nú samt fyrir kennaran sinn og fengu blýant fyrir og svo gáfu einhverjir kennara þeim nammi (svo hann hefur ekki alveg misst af öllu sem betur fer).....
Við Oliver erum bara búin að hafa það svo náðugt heima þar sem Karlarnir eru enn á leiðinni heim frá Þýskalandi (vona bara að Pa passi upp á það að Kriss sofni EKKI í bílnum á leiðinni heim)... En þetta er nú búinn að vera frekar mikið langur bíltúr hjá þeim feðgum, býst fastlega við því að ef Kriss sofnar ekki í bílnum að hann líði bara útaf þegar heim verður komið....
Svo það mætti segja það að þetta hafi verið mjög svo rólegur og góður dagur hjá okkur Oliver alla vegana....
Vá við Oliver erum byrjuð að telja niður í afmælið hans, og hann kominn með ákveðnar skoðanir um hvað hann vill fá í afmælisgjöf, enda drengurinn að verða fullvaxta Unglingur..
Segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Mamma og Oliver :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home