mánudagur, janúar 30, 2006

Oliver Duglegi Snillingur....

Já er ekki best að byrja þessa færslu á því að monta sig eins og svo OFT áður... Jú jú SNILLINGURINN sonur minn kom heim í dag ekkert smá GLAÐUR, já hann þessi ELSKA fékk 54 á Stærðfræðiprófinu af 60 mögulegum (sem gera 9,0 á Íslenskum mælikvarða) já hann klikkar ekki þessi elska mín... Einu villurnar sem voru á prófinu voru í skrifaða þættinum, sem sagt það var ekki eitt reikningsdæmi vitlaust reiknað heldur voru villurnar í þættinum um mánuði, daga, og árstíðir (stafsetning) já það er sko FÚLLT... HEY en ekki megum við gleyma því að þetta voru svo fáar villur að það er sko bara FRÁBÆRT.. Og var hann vel yfir meðaltalinu í bekknum.. Já hann Oliver minn er orðinn (hefur alltaf verið) SNILLINGUR :-) greinilegt hver er mamma hans, ha!!!
Annars byrjaði þessi dagur bara vel, þessar elskur mínar voru sko eldsnöggir á fætur og í fötin. Svo voru þeir bræður keyrðir í skólan og við með Audinn á verkstæði... Fengum bílaleigubíl á meðan sem var hvorki meira né minna en VW POLO.. Við erum að tala um að Kriss fékk hláturskast þegar hann sá bílinn og sagði bara "hvað er þetta" greinilega ekki bíll í hans augum og var hann vissum að Oliver þætti þetta nú líka DRUSLA... Svo var Oliver sóttur í hádeginu og hann átti ekki til orð yfir bílnum sem við vorum á leit svo aftur í og sagði "er þetta í alvörunni skott" já þeim fannst POLOINN helst til lítill.... Gerðu mikið grín af bílnum...
Svo í hádeginu fórum við í bæinn öll saman að chilla og skutluðum svo Oliver aftur í skólan.. Þar sem hann lét okkur vita af því að hann ætlaði að koma sér sjálfur heim eftir skóla, sem hann og gerði, hann rétt missti af strætó svo hann bara hljóp heim, ekkert smá duglegur...
Þegar hann kom svo heim þá voru Pabbi og Kriss bara að chilla svo Ma fór með hann upp að læra og það var frekar mikill heimalærdómur í dag, frekar fúllt en já já Oliver var ekki lengi af því, enda var þetta mest stærðfræði hjá honum í dag, sem var bara eins gott því hann er fljótari að reikna (finnst það skemmtilegra) en að skrifa...
Eftir heimalærdóm voru þeir feðgar allir niðri að leika sér í tölvunni og fleira... Nutu þess bara að vera saman.. Svo var það bara kvöldmatur og í matinn var uppáhaldið hans Olivers já já "Ömmukjúlli"... Eftir matinn var það bara róleg heit og ákvað Oliver þegar Ma fór upp með Kriss að sofa að fara bara inn til sín að leika í tölvunni og eitthvað... Oliver er sko búinn að vera svaka stilltur eftir hádegi í dag, bara eins og ljós... Eitthvað er hann kanski að fullorðnast, já eða hvað haldið þið?????
Jæja dúllurnar mínar, segjum þetta gott af montni í dag...
Kv. Mamma sem er alltaf að MONTA SIG :-)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

TIL HAMINGJU MEÐ ÁRANGURINN ELSKU DÚLLU SÆTI STÓRI FRÆNDI OKKAR. ÞÚ ERT SKO HETJA!!!!! LÆRDÓMSHETJA!!!

KV,
Palli, Kristín, Jón Egill og Tómas Ari

þriðjudagur, janúar 31, 2006 8:05:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home