Geggjaður Sunnudagur
Helló,
Þá er komið sunnudagskvöld hérna hjá okkur í Lúxlandinu og Kriss farin að sofa og Oliver fer að fara í bælið, enda eflaust þreyttur eftir geggjaðan dag eins og hann orðaði það sjálfur...
En já við vorum öll svona frekar löt að fara fram úr í dag en það hafðist nú á endanum og nennti þá Unglingurinn á heimilinu sko ALLS EKKI að klæða sig svo já Ma og Pa fóru með Kriss í göngutúr enda var hann LÖNGU VAKNAÐUR og búinn að fara í sturtu og allan pakkan... Svo já við hin fórum í smá göngtúr inn í skóg samt frekar stutt þar sem sá Gamli var að fara að vinna...
Drifum okkur svo heim þar sem Mömmu kuldaskræfu fannst nú frekar svona kallt úti.. Svo þegar komið var að því að skutla karlinum í vinnuna neituðu þeir bræður báðir að fara með svo Oliver bauðst til að passa bróðir sinn meðan Ma skutlaði pabba og jú jú þeir voru sko eins og ljós þegar Ma kom tilbaka... Voru bara að leika sér ekki mikið mál, ha.... Svo vorum við bara í chilli þangað til kominn var tími á Unglinginn að fara að klæða sig og sturta sig þar sem hann var að fara í afmæli hjá honum Sam (en já hann er bekkjarbróðir Olivers)... Svo skutluðu Ma og Kriss Oliver stóra í afmælið (en já það var haldið á MacDonalds) og því miður var sko ekki góð mæting úr Olivers bekk í afmælið (skil ekki svona lagað)... En við Kriss fórum bara á rúntinn á meðan Oliver var í afmælinu svo þegar afmælið átti að vera búið mættu Ma og Kriss aftur að sækja Oliver og já þá voru engir aðrir foreldrar komnir að sækja (afmælið samt búið) svo Oliver fékk bara að vera aðeins lengur og Kriss græddi kökusneið á því, heppinn ha.... Svo má nú ekki gleyma aðalatriðinu en Sam sem hélt afmælið er í skátunum hérna úti og já þeir eru með eitthvert Carnival 18.febrúar og mátti Sam bjóða 2 með sér á þetta Carnival og varð Oliver fyrir valinu og ekki leiddist okkar manni það (en já þetta var nú smá vesen fyrir mömmu hans Sam að hann skyldi velja Oliver þar sem hún þyrfti að þýða boðsmiðan yfir á ensku en já hann var upphaflega á Lúxemborgísku, en já hún sagði það er ekkert mál að leggja þetta á sig þar sem hann vildi bara fá Oliver númer1,2 og 3).... Svo já auðvita ætlar Oliver að fara með Sam ekki spurning, Ma og Pa eiga bara eftir að kvitta á boðsmiðan og láta Mömmu hans Sam fá hann en já við Gamla settið verðum að kvitta fyrir því að hafa gefið leyfi um það að Oliver megi fara...
Svo það var sko sáttur strákur sem var keyrður heim af MacDonalds í kvöld og ekki skemmdi það neitt að við ákváðum svo að hafa Pizzu í kvöldmatinn en Ma nennti ómögulega að fara að elda fyrir 2... En Oliver fékk sér náttúrulega Pizzu í eftirmat eftir afmælið :-)
Svo það mætti segja að þessi sunnudagur hafa bara verið geggjaður eins og Oliver orðaði það...
Segjum þetta gott af okkur í bili..
Endilega haldið áfram að vera duglega að commenta og kvitta í gestabókina...
Kv. Oliver Stuðbolti og Kristofer Fjörugi....
Þá er komið sunnudagskvöld hérna hjá okkur í Lúxlandinu og Kriss farin að sofa og Oliver fer að fara í bælið, enda eflaust þreyttur eftir geggjaðan dag eins og hann orðaði það sjálfur...
En já við vorum öll svona frekar löt að fara fram úr í dag en það hafðist nú á endanum og nennti þá Unglingurinn á heimilinu sko ALLS EKKI að klæða sig svo já Ma og Pa fóru með Kriss í göngutúr enda var hann LÖNGU VAKNAÐUR og búinn að fara í sturtu og allan pakkan... Svo já við hin fórum í smá göngtúr inn í skóg samt frekar stutt þar sem sá Gamli var að fara að vinna...
Drifum okkur svo heim þar sem Mömmu kuldaskræfu fannst nú frekar svona kallt úti.. Svo þegar komið var að því að skutla karlinum í vinnuna neituðu þeir bræður báðir að fara með svo Oliver bauðst til að passa bróðir sinn meðan Ma skutlaði pabba og jú jú þeir voru sko eins og ljós þegar Ma kom tilbaka... Voru bara að leika sér ekki mikið mál, ha.... Svo vorum við bara í chilli þangað til kominn var tími á Unglinginn að fara að klæða sig og sturta sig þar sem hann var að fara í afmæli hjá honum Sam (en já hann er bekkjarbróðir Olivers)... Svo skutluðu Ma og Kriss Oliver stóra í afmælið (en já það var haldið á MacDonalds) og því miður var sko ekki góð mæting úr Olivers bekk í afmælið (skil ekki svona lagað)... En við Kriss fórum bara á rúntinn á meðan Oliver var í afmælinu svo þegar afmælið átti að vera búið mættu Ma og Kriss aftur að sækja Oliver og já þá voru engir aðrir foreldrar komnir að sækja (afmælið samt búið) svo Oliver fékk bara að vera aðeins lengur og Kriss græddi kökusneið á því, heppinn ha.... Svo má nú ekki gleyma aðalatriðinu en Sam sem hélt afmælið er í skátunum hérna úti og já þeir eru með eitthvert Carnival 18.febrúar og mátti Sam bjóða 2 með sér á þetta Carnival og varð Oliver fyrir valinu og ekki leiddist okkar manni það (en já þetta var nú smá vesen fyrir mömmu hans Sam að hann skyldi velja Oliver þar sem hún þyrfti að þýða boðsmiðan yfir á ensku en já hann var upphaflega á Lúxemborgísku, en já hún sagði það er ekkert mál að leggja þetta á sig þar sem hann vildi bara fá Oliver númer1,2 og 3).... Svo já auðvita ætlar Oliver að fara með Sam ekki spurning, Ma og Pa eiga bara eftir að kvitta á boðsmiðan og láta Mömmu hans Sam fá hann en já við Gamla settið verðum að kvitta fyrir því að hafa gefið leyfi um það að Oliver megi fara...
Svo það var sko sáttur strákur sem var keyrður heim af MacDonalds í kvöld og ekki skemmdi það neitt að við ákváðum svo að hafa Pizzu í kvöldmatinn en Ma nennti ómögulega að fara að elda fyrir 2... En Oliver fékk sér náttúrulega Pizzu í eftirmat eftir afmælið :-)
Svo það mætti segja að þessi sunnudagur hafa bara verið geggjaður eins og Oliver orðaði það...
Segjum þetta gott af okkur í bili..
Endilega haldið áfram að vera duglega að commenta og kvitta í gestabókina...
Kv. Oliver Stuðbolti og Kristofer Fjörugi....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home