mánudagur, febrúar 06, 2006

Orkuátak, orkuátak.....

Góða kvöldið
Já þá er það Orkuátakið en það er sko komið á fullt swing í okkar sveit... Sem er sko bara hið besta mál :-)
Annars voru allir vaknaðir eldsnemma í stuði á þessum bæ enda var skóli hjá þeim báðum í dag..Gamla settið hentist svo með þá bræður í morgun í skólan.. Ma mætti svo ein að sækja Kriss í hádeginu og fóru þau svo að henda í Sorpu til að drepa tíman, þar sem við ætluðum að sækja Oliver í skólan (en ég er að tala um það var snjó/slyddu rigning hjá okkur í hádeginu)...
Í hádeginu fengu allir sér að borða og fór þá Oliver að minnast á það að nú væri Orkuátakið í gangi og það vantaði meiri ávexti og grænmeti á heimilið svo sú Gamla fór með Kriss í búðina eftir hádegi þegar Oliver fór í skólan...
Við Kriss gátum nú eitthvað verslað sem var hollt og hægt að notast við í Orkuátakinu.. Oliver ákvað svo að labba heim eftir skóla þar sem maður fær sko 10 stig fyrir hreyfingu og þeim stigum ætlaði minn maður sko ALLS EKKI að tapa.. Þegar hann kom svo heim þá var það Orkukaffi hjá þeim bræðrum og svo heimalærdómur hjá Oliver (sem aldrei þessu vant var ekki mikill).. Eftir lærdóminn bauð Oliver Kriss inn til sín að leika og fór svo í smá tiltekt á eftir þar sem já Tiltekt gefur líka 10 stig í Orkubókinni (svei mér þá þetta Orkuátak hefur greinilega gífurlega góð áhrif, ekkert nema gott um það að segja)....
Eftir leikinn fóru þeir svo og fengu sér Epli (um að gera að safna stigum, halló)... Svo ákváðu þeir að fara niður að kíkja smá á TV áður en Kriss ætti að fara í bælið (en Oliver spurði samt fyrst að því hvort TV gæfi mínus stig í Orkuátakinu)... Eins gott að hafa þessa hluti á hreinu þ.e.a.s fyrir hvað maður fær stig og hvað ekki....
Nú er svo Kriss á leiðinni í bælið enda kominn háttatími á hann og Oliver fær þá frið á meðan, getur gert það sem hann hreinlega langar til...
En svona er það nú bara allt að verða vitlaust út af Orkuátakinu...
Segjum þetta gott af Orkubræðrum í dag ;-)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Frábært hvað þeir bræður eru duglegir í Orkuátakinu :-) þetta virkar líka þvílíkt vel hérna á þessu heimili !
Knús í kotið
Elísabet

þriðjudagur, febrúar 07, 2006 5:59:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home