þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Íslenskuskólinn

Góða kvöldið,
Jæja þá er komið þriðjudagskvöld hjá okkur og ró í kotinu (strákarnir báðir farnir í bælið).. Já þeir voru báðir sendir frekar snemma í bælið sökum óþekktar við matarborðið, ekki gaman ha....
En já annars þá byrjaði þetta frekar rólega, held að Kriss hafi verið vaknaður á undan öllum eins og hefur nú oft gerst áður.. Við hin fórum svo í róleg heitunum á fætur og Oliver átti að fara í skólan eins og alla hina dagana, en það styttist nú í smá frí hjá okkur já það byrjar skólafrí 25. febrúar og það mætti segja að það væri alveg kjær komið...
Ma keyrði svo Oliver í skólan, meðan beið Kriss hjá pabba sínum.. Svo kom sú gamla heim eftir skutlið og já þá bað Kriss um að fá að horfa á TV já ég hélt það myndi líða yfir mig en NEI ekki alveg (ég er að tala um að hann Kriss minn er allt í einu farin að horfa á TV).... Svo já vorum við bara í róleg heitunum þangað til við ákváðum að skella okkur í Mallið og leyfa Kriss að fara í leiklandið þar og leist honum ekkert smá vel á það og skemmti sér vel þar (en lét okkur nú vita af því að einhver stór strákur hefði sagt við hann að hann væri BABY en halló hann er ekkert baby eða hvað?? alla vegana ekki að hans eigin mati)....
Við fórum svo eftir mallið að sækja Oliver í skólan drifum okkur heim fengum okkur smá í gogginn og beint í Íslensku skólan.. En það var sko passað upp á það í hádeginu að fá sér eitthvað sem gefur stig í Orkubókina nema hvað!!!! Svo var það skóli og við Kriss fórum sko bara að chilla á meðan...
Eftir skóla mættum við Kriss svo að sækja Oliver og já drifum okkur heim beint í heimalærdóminn sem var sko ágætis slatti í dag... Og meðan Oliver og Ma lærðu elduðu feðgarnir fyrir okkur mat... Og þeir voru sko frekar óþekkir við matarborðið svo já það var bara sagt að það væri bælið strax eftir mat ekkert djók, ha....
Svo já það er sko komin ró og friður í kotið hjá okkur og vonandi að þetta komi ekki fyrir fljótt aftur...
Segjum þetta gott af ÓÞEKKTARORMUM í dag...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home