Langur skóladagur :-)
Góða kvöldið
Þá er loksins komið kvöld hérna hjá okkur í Lúxlandinu og Kriss sofnaður, og Oliver á leiðinni í bælið enda alveg kominn tími á það hjá honum þar sem það er skóli á morgun...
En já þessi dagur gekk bara vel hjá okkur, þeir bræður áttu nú báðir frekar auðvelt með að vakna í dag svo var það bara þetta venjulega borða, klæða og bursta dæmi sem gekk bara eins og í sögu.. Svo var Oliver keyrður fyrst eins og alla daga og var Kriss leiðsögumaður á leiðinni í sinn skóla.. Núna vill Kriss alltaf heyra Ma segja "sæki þig í hádeginu" áður en hann fer úr bílnum, en Ma segir þetta alltaf við Oliver og vill Kriss fá sömu treatment, nema hvað????
Í hádeginu mætti sá Gamli að sækja Kriss þar sem Ma var á fullu að taka til, og vildi Kriss vita um leið og hann kom inn hvar hún væri nú búinn að þrífa og hvar hún ætti eftir að þrífa... Já eins gott að hafa þessa hluti á hreinu ekki satt??? Svo fóru þeir feðgar og sóttu Oliver, drifu sig heim og fengu sér Orkumat ekkert annað borðað á þessu heimili... Eftir matinn var Pa skutlað í vinnuna og ma sá um að skutla strákunum sínum í skólan...
Ma mætti svo að sækja hann Kriss sinn í skólan sem vakti á sér athygli eins og oft áður "já nú sá hann hund pissa utan í tré (já hundurinn fór inn á grasið sem Carina bannar Kriss að labba á svo hann var nú ekki sáttur við það) svo byrjar hundurinn að sparka mold yfir pissið þá öskraði Kriss af hlátri og fékk alla til að líta á hundinn og eigandan sem gjörsamlega dró hundinn í burtu" já og Kriss og Ma löbbuðu skellihlæjandi í burtu.... En Kriss fær sko mikla athygli á leikskólanum já og allir foreldrarnir farnir að brosa til hans þegar hann labbar framhjá... Annað gott dæmi er um daginn mætti Kriss í skíðagalla í leikskólan sem er ekki frásögu færandi nema hvað hann var með sólgleraugu líka og neitaði að taka þau niður, svo þegar krakkarnir stóðu úti á tröppunum var einn Stubbur brosandi með prakkarasvip í skíðagalla með sólgleraugu.. Já það er víst ábyggilegt að það eru ekki margir eins og hann Kriss minn....
En nóg um það..
Oliver duglegi labbaði svo sjálfur heim úr skólanum og dreif sig beint í heimalærdóminn, nema hvað... Svo fékk hann smá frí þegar því lauk.. Ma þurfti svo að skjótast eftir Pabba í vinnuna og var byrjuð að elda Grjónagraut (sem var sko pantaður í kvöldmatinn) svo Oliver langduglegasti var bara einn heima að elda grjónagraut meðan Ma og Kriss skutust eftir Pabba... Já og grauturinn heppnaðist bara vel hjá stráknum nema hvað...
Svo var það bara róleg heit og bælið sem beið þeirra, enda komið kvöld...
Svona var nú þessi langi Miðvikudagur hjá okkur...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Bræðurnir í Lúx
Þá er loksins komið kvöld hérna hjá okkur í Lúxlandinu og Kriss sofnaður, og Oliver á leiðinni í bælið enda alveg kominn tími á það hjá honum þar sem það er skóli á morgun...
En já þessi dagur gekk bara vel hjá okkur, þeir bræður áttu nú báðir frekar auðvelt með að vakna í dag svo var það bara þetta venjulega borða, klæða og bursta dæmi sem gekk bara eins og í sögu.. Svo var Oliver keyrður fyrst eins og alla daga og var Kriss leiðsögumaður á leiðinni í sinn skóla.. Núna vill Kriss alltaf heyra Ma segja "sæki þig í hádeginu" áður en hann fer úr bílnum, en Ma segir þetta alltaf við Oliver og vill Kriss fá sömu treatment, nema hvað????
Í hádeginu mætti sá Gamli að sækja Kriss þar sem Ma var á fullu að taka til, og vildi Kriss vita um leið og hann kom inn hvar hún væri nú búinn að þrífa og hvar hún ætti eftir að þrífa... Já eins gott að hafa þessa hluti á hreinu ekki satt??? Svo fóru þeir feðgar og sóttu Oliver, drifu sig heim og fengu sér Orkumat ekkert annað borðað á þessu heimili... Eftir matinn var Pa skutlað í vinnuna og ma sá um að skutla strákunum sínum í skólan...
Ma mætti svo að sækja hann Kriss sinn í skólan sem vakti á sér athygli eins og oft áður "já nú sá hann hund pissa utan í tré (já hundurinn fór inn á grasið sem Carina bannar Kriss að labba á svo hann var nú ekki sáttur við það) svo byrjar hundurinn að sparka mold yfir pissið þá öskraði Kriss af hlátri og fékk alla til að líta á hundinn og eigandan sem gjörsamlega dró hundinn í burtu" já og Kriss og Ma löbbuðu skellihlæjandi í burtu.... En Kriss fær sko mikla athygli á leikskólanum já og allir foreldrarnir farnir að brosa til hans þegar hann labbar framhjá... Annað gott dæmi er um daginn mætti Kriss í skíðagalla í leikskólan sem er ekki frásögu færandi nema hvað hann var með sólgleraugu líka og neitaði að taka þau niður, svo þegar krakkarnir stóðu úti á tröppunum var einn Stubbur brosandi með prakkarasvip í skíðagalla með sólgleraugu.. Já það er víst ábyggilegt að það eru ekki margir eins og hann Kriss minn....
En nóg um það..
Oliver duglegi labbaði svo sjálfur heim úr skólanum og dreif sig beint í heimalærdóminn, nema hvað... Svo fékk hann smá frí þegar því lauk.. Ma þurfti svo að skjótast eftir Pabba í vinnuna og var byrjuð að elda Grjónagraut (sem var sko pantaður í kvöldmatinn) svo Oliver langduglegasti var bara einn heima að elda grjónagraut meðan Ma og Kriss skutust eftir Pabba... Já og grauturinn heppnaðist bara vel hjá stráknum nema hvað...
Svo var það bara róleg heit og bælið sem beið þeirra, enda komið kvöld...
Svona var nú þessi langi Miðvikudagur hjá okkur...
Segjum þetta gott í bili...
Kv. Bræðurnir í Lúx
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home