sunnudagur, febrúar 19, 2006

Ótrúlegur DUGNAÐUR

Góða kvöldið og til hamingju Ísland!!!!!
Já hann Oliver er sko alveg ótrúlegur, hann er svo fúll yfir fyrstu -40 stigunum sínum í Orkuátakinu að hann ætlar sko ekki að fá -40 aftur svo já aftur annan laugardaginn í röð sleppti hann NAMMINU, já ég sæi mig alveg í anda leika sama leikinn.......
Í dag vaknaði Kriss okkar að sjálfsögðu fyrstur og reyndi ýmislegt til að koma Gamla settinu á fætur, en tókst því miður ekki!!! Svo hann tapaði sér alveg þegar bróðir hans VAKNAÐI og fór að leika við hann (já Oliver tók Kriss að sér og leyfði Gamla settinu að sofa lengur, gott að eiga einn UNGLING ekki satt??)... Þeir bræður léku sér smá svo fóru þeir niður þar sem Kriss langaði að prufa Power Rangers leikinn aftur og eftir það fóru þeir að horfa á TV saman og ekki heyrðist í þeim voru ótrúlega góðir við Foreldra sína :-)
Þegar sú Gamla kom svo niður ekkert svo löngu seinna sagði hún að það væri sko partur af prógraminu að fara á fætur að fá sér að borða (en Oliver er svo ótrúlegur að hann getur bara sleppt því að borða) en NEI TAKK sú Gamla tók það bara ekki í mál og tók þá báða með sér í eldhúsið og gaf þeim að borða, fór svo í það að finna föt handa Oliver þar sem hann var að fara með Sam á skátadæmið og átti að vera með eitthvað grátt eða í einhverju gráu.... Svo ákváð hún að leyfa Unglingum og þeim Gamla að vera tveimur heima og tók Kriss með sér í bæinn í þeim tilgangi að leyfa Kriss að velja afmælisgjöf handa Oliver... Við vorum svo dágóða stund í bænum að skemmta okkur, fórum svo heim þá var sá Gamli búinn að lita hárið á Oliver grátt og Oliver kominn í bol með gráum ermum, með grátt belti og gráa húfu með sér.... Ógeð flottur!!!!!
Við keyrðum svo Oliver í skátaheimilið þar sem fjörið fór fram og var Kriss ekkert að skilja í því af hverju hann Oliver væri að fara í skólan á nammidegi!!! Og svo fannst honum eitthvað skrítið að við keyrðum ekki með hann í rétta skólan..... Já þessir foreldra eru nú stundum skrítnir en okkur tókst nú að útskýra þetta allt saman fyrir Kriss á endanum... Fórum svo saman í Mallið þar sem sú Gamla græddi blóm (en þeir feðgar keyptu Túlípana handa kellunni)..... Drifum okkur svo heim þar sem sá Gamli var að fara í vinnuna og við Kriss ætluðum að bíða eftir Oliver en mamma hans Sam vildi endilega keyra Oliver heim eftir skemmtunina......
Oliver kom svo heim rosalega kátur og fannst sko þvílíkt gaman, átti sem sagt rosalega góðan og skemmtilegan dag með krökkunum sem var sko fyrir mestu...
Þar sem Oliver var kominn heim ákváðum við að horfa á Íslenska Idolið (alltaf gaman að því) og svo var það kvöldmaturinn og bælið fyrir Kriss.....
Við Oliver ákváðum hins vegar að hafa bíókvöld og vorum sko bæði tvö í krampakasti yfir bíóinu sem við horfðum á.... Okkur þótti myndin sko allt annað en leiðinleg!!!! Svo var það bælið fyrir Oliver sem gæti vakið endalaust!!!!!
Vá gleymdi alveg að segja ykkur frá því að hann Kriss byrjaði daginn á því að hvísla í eyrað á mömmu "erum við að fara til Íslands í dag, erum við að fara í flugvélina í dag til Ömmu" nei það er víst ekki alveg strax en það styttist í þetta sem betur fer... Kriss er sko byrjaður að pakka niður kominn með tannbursta, tannkrem og sundskýlu, hva þarfa maður eitthvað meira en það????? Ég bara spyr???
Jæja segjum þetta gott af okkur hérna í Lúxlandinu.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home