laugardagur, febrúar 11, 2006

Föstudagur og Laugardagur...

Hellú,
Já þá vita þeir bræður eða já Oliver af Íslandsförinni okkar... Og okkar maður er búinn að fá leyfi til að hitta gamla bekkinn sinn bæði á fimmtudeginum og föstudeginum (og fannst honum það alveg frábært)... Svo já nú er bara að fara í það að telja niður dagana, nema hvað, erum hvort sem er að telja niður í afmælið hans Olivers og er Oliver meiri segja komin með óskalista ef einhverjum vantar hugmyndir...
En það eru sko Teiknimyndasögur í fyrsta sæti, Legó, Spil og svo einhverjar kennslubækur á íslensku og já peningur (svo hann geti lagt inn á reikninginn sinn hérna úti eða keypt sér eitthvað sem hann langar í).. Annað er það ekki...
Já föstudagurinn var bara mjög rólegur og góður, Oliver fór í stærðfræðipróf og fékk að vita úr því sama daginn og stóð hann sig bara ágætlega fékk 42 stig af 60 stigum mögulegum (sem sagt 7,0 á íslenskum mælikvarða) við vorum bara svona temmilega ánægð með strákinn (já Gamla settið er bara farið að sitja kröfur á strákinn enda hefur hann aldrei fengið svona lágt á stærðfræði prófi áður og var kanski heldur ekkert sérstaklega sáttur sjálfur) en já hann var greinilega að flýta sér og voru þetta eintómar fljótfærnisvillur... En já já við megum samt ekki vera fúl og verðum að hvetja okkar mann, nema hvað svo já við segjum að þetta sé ágætis árangur og já vonum bara að hann flýti sér hægar næst.... Enda held ég að hann hafi ekki verið neitt súper ánægður sjálfur.... Gerum bara betur næst, ekkert mál.... Hann var í kringum meðallagið í bekknum sem verður bara að teljast gott (en eitthvað hafa þau mörg hver verið að flýta sér í þessu prófi)...
Annars voru það bara róleg heit og American Idol á föstudagskvöldinu....
LAUGARDAGUR
Já Oliver duglegi hefur ekkert nammi borðað í dag enda í ORKUÁTAKINU og vá hvað ég er stolt af honum og finnst hann duglegur (veit það manna best sjálf að ég gæti aldrei gert þetta og ekki hafði það nein áhrif að hinir fjölskyldumeðlimirnir væru að fá sér NAMMI NEI hann sat fast á sínu ætlaði ekki að tap 40 stigum og fékk mikla hvatningu fyrir þetta).....
Já við morgunverðarborðið í morgun fékk Oliver að vita af Íslandsferðinni (vorum ekkert að segja Kriss frá þessu sérstaklega þar sem hann er kanski ekki alveg að fatta þetta)...
Eftir morgunmatinn fór Gamla settið með Kriss í langan göngutúr sem var bara mjög gott enda alveg ágætis veður hjá okkur í dag... Eftir göngutúrinn var farið í bílskúrinn (eða já feðgarnir fóru þangað)... Svo ákváðum við að fara smá bæjarferð (bíltúr) og fóru allir með í hann okkur datt í hug að kíkja hvað væri til á diskum hérna en Oliver er að skoða þema fyrir afmælið sitt, hvernig servéttur og diska hann vilji hafa (en honum fannst þetta allt helst til barnalegt fyrir sinn smekk) svo við tékkum bara betur á þessu í vikunni... Enda mikið skipulag hjá þeirri gömlu fyrir Íslandsferðina (ekki það að henni leiðist að fara í bæinn og hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni)....
Svo já er hann Kriss okkar á leiðinni í bælið núna hvað af hverju... Enda orðinn þreyttur Stubburinn en Unglingurinn (sem er að verða 8 ára) fær að vaka aðeins lengur....
Segjum þetta gott af okkur Lúxurunum í bili..
Hlökkum til að hitta ykkur sem flest þegar við komum heim...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home