laugardagur, febrúar 18, 2006

Óskalisti Olivers

Góða kvöldið, gott fólk,
Já ef þið eruð farin að huga að afmælinu hans Olivers þá er þessi elska kominn með mjög svo stuttan óskalista....
1. Teiknimyndasögur (Tinni, Lukku Láki o.s. frv.)
2. Legó
3. Spil
4. Lærdómsbækur
5. Peningur (sem hann getur annað hvort keypt sér eitthvað fyrir eða lagt inn á Lúxreikninginn)
6.Gameboy Advance leiki
Já og þá er það upptalið, stutt og mjög svo lag gott hjá honum....

Jæja þá að þessum degi, já það byrjaði allt saman vel að vísu vorum við frekar svona sein í morgun en þetta hafðist allt og allir á réttum tíma í skólan, nema hvað... Svo var Kriss sóttur fyrst eins og venjulega og drifum við okkur þá bara heim í afslöppun (að vísu byrjaði Kriss að pakka niður i Spiderman Ferðatöskuna sína, tannbursta og tannkremi já hann er sko á leiðinni til Ömmu Sætu og er búinn að panta hjá henni Mysing og ýmislegt fleira).... Svo var Oliver Unglingur sóttur og hafði Ma þá keypt handa honum blekpenna (já svona gamaldags, en ég er að tala um í lok 2. bekkjar eða byrjun 3. bekkjar þá þarf Oliver að fara að skrifa allt með svona penna og reikna líka með svona penna ekkert DJÓK, svo Ma vildi að hann myndi fara að æfa sig að nota svona penna heima, og byrjaði minn maður strax að skrifa niður á fullu og fannst bara fínt að skrifa með pennanum)..... Svo var það skóli aftur hjá Oliver en leti hjá restinni af familíunni, enda var grátt úti og mikil rigning "Oj barasta".... Eftir skóla var það bara eins og alltaf heimalærdómur og já chill... Feðgarnir kíktu allir saman á Mr. Bean já þann leiðindar kall og ég veit ekki hver þeirra hlær mest af honum :-))))))
Svo í kvöld leyfði Oliver Kriss að prufa einhvern Power Rangers leik á Internetinu og fannst Stubb það ekkert smá spennandi (en hann hefur eins og er sömu hæfileikana og mamma sín í tölvuspilum sem eru sko ALLS EKKI MIKLIR)..... Svo var það bara bælið hjá þeim Stutta en Oliver ætlar að vaka aðeins lengur......
Má nú til með að koma með einn punkt, já á kostnað Kristofers (við drápumst gjörsamlega úr hlátri).... Málið er að Kriss er með bók í skólanum sem hún Carina stimplar stundum í og stundum eru einhver strik í bókinni (og þar sem Carina er ekkert svakalega sleip í enskunni hef ég bara ekkert spurt nánar út í þetta)... Svo um daginn þá sagði Kriss stoltur frá því að hann hefði ekki fengið NEINN STIMPLI í bókina, svo sú Gamla fór að spyrja hann hva af hverju fékkst þú engan stimpil.... Þá svaraði Kriss með bros á vör og rosalega stoltur "nú af því ég var óþekkur í dag og ef ég er óþekkur fæ ég engan stimpil" já þótti Kriss leiðinlegt að fá ekki stimpil ?? NEI hann var bara stoltur af því að fá ákkúrat ekki NEINN... Svo já við erum búin að vera að fylgjast með þessu stimpla dæmi og ég skal bara segja sem svo að Kriss er POTTÞÉTT EKKI með FLESTA stimplana???? Já stundum koma "strik" marga daga í röð, en Kriss er bara alveg sama og stoltur af því að hafa ekki fengið stimpil..... Já hvað er hægt að gera við svona kúta????
Ég sagði nú við pabba hans að sumir hefðu bara þagað og ekkert rætt þetta stimpla dæmi neitt ferkar, jafnvel skammast sín, EN KRISTOFER NEI hann þessi elska SKAMMAST sín sko ÁKKÚRAT EKKI NEITT......
Já þessir synir mínir eru ekki eins og margir aðrir.....
Segjum þetta gott í bili....
Kv. Frá Lúxurunum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home