fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Ótrúlega GÓÐIR þessir synir mínir seinni partinn í dag

Góða kvöldið,
Já þá er víst best að byrja á því að HRÓSA sonum mínum fyrir hvað þeir voru einstaklega góðir seinni partinn í dag (eða já nánast bara eftir skóla, að vísu þurfti Kriss að stríða Oliver einu sinni en það var sko allt og sumt)......
Annars var þessi miðvikudaguar bara svona líka góður... Þeir bræður voru óvenju fljótir á fætur sko miðað við aldur og fyrri störf, svo skutlaði sá Gamli þeim í skólan, sem er náttúrulega bara skemmtilegt (hlustað á Johnny Cash á leiðinni og svoleiðis nokkuð)...
Í hádeginu mætti svo aftur sá Gamli að sækja, fyrst Kriss eins og vanalega og drifu þeir feðgar sig heim og beint undir sæng fyrir framan TV (voru að horfa á einhvern bílaþátt sem er víst alveg ómissandi) fóru svo aftur út í RIGNINGUNA að sækja Oliver, sú Gamla var heima að hafa til matinn.. En við ákváðum að hafa bara heitan mat í hádeginu í dag þar sem sá Gamli átti að vinna í kvöld og þeir bræður oft svangir í hádeginu þegar það er langur dagur... Sem kom sko í ljós Oliver var að kafna enda búinn að fara í sund og allar græjur fyrir hádegi, Kriss var ekki alveg eins duglegur en hvað með það... Svo eftir hádegi fóru allir saman í bílinn fyrst var Oliver keyrður í skólan (og hafði Ma miklar áhyggjur af því að hann myndi kvefast við erum að tala um úrhellis rigningu og minn maður út í rakri úlpu (vildi frekar fara í henni en þurri, ótrúlegir þessir strákar stundum)...... Svo keyrðum við Kriss (en þau fóru ekki út að leika því þegar það er mikil rigning eða Vibba veður þá fara þau bara í leikfimishúsið að leika sér, bara huggulegt inni að hlaupa)....
Ma mætti svo ein að sækja Kriss eftir hádegið, þar sem Karlinn var farinn að vinna og var Kriss ekkert svaka sáttur við það en hann vill hafa pabba sinn heima 24/7 og helst bara að karlinn keyri sig og sæki í leikskólan, ekkert RUGL... Við flýtum okkur svo bara heim þar sem hann Oliver ætlaði að labba heim eftir skóla (sem betur var hætt að rigna þá)... Kom Oliver svo heim og dreif sig beint upp í heimanámið (án þess að Ma segði nokkuð, enda veit hann hver rútínan er á þessu heimili, fyrst lærdómur svo frítími)..... Var Oliver duglegi óvenju fljótur að læra sem er sko bara hið besta mál (en hann náði að byrja á heimanáminu í skólanum í dag og ótrúlegt en satt þá kláraði hann stærðfræðina en skyldi leiðindin eftir þangað til heim kom)... Eftir lærdóminn fóru þeir bræður niður að horfa á TV og voru eins og ljós... Oliver var svo líka að dunda sér (annað en Kriss sem er held ég að verða TV sjúklingur, betra seint en aldrei)...
Þegar Ma fór svo upp með Geitina að sofa þá fékk Unglingurinn að fara á Internetið að leika sér og hann er sko eins og ljós þegar hann er í tölvunni og hvernig hann skilur alla þessa leiki og veit hvar hann á að leita af þeim (er mér Gömlu konunni hulin ráðgáta)....
Ákkúrat núna eru þeir bræður báðir komnir í bælið því komin algjör ró/þögn í mitt kot....
Segjum þetta gott af okkur í bili...
En endilega haldið áfram að kvitta fyrir komu ykkar...
Stutt í það að við hittum ykkur öll.....
Bara Gaman...
Kv. Oliver Dundari og Geitin Duglega

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home