mánudagur, febrúar 13, 2006

Hvað er málið með þessa KOSSAGEIT....

Ein pirruð,
já ég sótti hann Kriss minn í hádeginu í dag og sá þá mér til mikillar GLEÐI að hann er að fá þessa viðbjóðslegu KOSSAGEIT aftur... Já hvernig stendur á því ég bara hreinlega veit það ekki en sem betur fer átti ég ennþá til kremið og sótthreinsandi vökvan síðan síðast... En fyrir ykkur sem þekkið GETINA ekki þá er hún VIÐBJÓÐUR....
Nóg um það!!!!
Í morgun vöknuðu Músi og Stubbur bara hinir glöðusut og báðir ánægðir með það að Ma ætlaði að skutla þeim í skólan (en við ákváðum að leyfa Pa að sofa þar sem hann var að vinna fram á nótt).. Fyrst var það Oliver sem hljóp út úr bílnum (enda enn smá snjór á skólalóðinni og já honum finnst snjór ekki leiðinlegur)... Svo var það Kriss sem var sko bara ánægður með það að vera að fara í skólan og vera með skíðagallan með sér (en hann elskar að vera í þessum skíðagalla sínum, svo sjaldan sem hann hefur fengið að nota hann)....
Ma mætti svo að sækja hann Kriss sinn sem var sko bara í stuði og hafði frá miklu að segja enda voru þau úti að leika í þessum litla snjó sem eftir var... Við keyrðum svo heim og fékk Kriss heiðurinn af því að vekja pabba sinn enda alveg að koma hádegi... Enda var hann ekki lengi að segja Mamma ég ælta að vera heima hjá Pabba meðan þú sækir Oliver, sem hann að sjálfsögðu fékk... Svo var Oliver sóttur og fengum við okkur þá hádegismat saman bara huggulegt enda allir heima í hádeginu, við Oliver náðum meiri að segja að skipuleggja matseðil vikunnar... Bara gott framtak hjá okkur....
Eftir hádegismat var Pabbi fyrst keyrður í vinnuna svo Oliver í skólan og við Kriss ákváðum eftir skutlið að skella okkur bara til Þýskalands að versla í matinn enda leiðist okkur bara þegar við erum svona tvö ein heima... Enda smell passaði þetta allt saman, strax eftir verslunarferðina var Oliver sóttur og þá var það sko bara heim að læra... Nema hvað... Kriss bað um það að fá að horfa á Power Rangers á meðan sem var nú í góðu lagi enda var hann bara eins og ljós fyrir framan imban meðan Oliver lærði....
Þegar lærdóminum lauk var karlinn kominn heim svo þeir feðgar fóru allir saman niður í bílskúr að byrja að byggja eitthvert skip sem Oliver langar svo að gera, bara gaman hjá þeim... Eftir bílskúrinn var það bara matur og svo fljótlega eftir það bælið, nema hvað.... Enda Kriss oftast mikið þreyttur eftir skóladagana sína... Efast ekki um að hann sé að hamast fyrir allan tíman ef ég þekki hann Kriss minn rétt.... Nú fær Oliver að horfa á smá Simpsons með pabba sínum áður en hann fer í bælið....
Ætli við segjum þetta ekki bara gott af okkur og GEITINNI í bili....

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æi, leiðinlegt að heyra með geitina :-( vonandi verður hann nú fljótur að jafna sig.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Knús og kram
Elísabet og co

þriðjudagur, febrúar 14, 2006 2:56:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home