mánudagur, febrúar 20, 2006

Mánudagur, niðurstöður úr Þýskuprófinu

Góða kvöldið gott fólk,
eru ekki allir byrjaðir að baka fyrir afmælið hans Olivers?? Bara spyr??
Af okkur er sko bara fínt að frétta og við búinn að eiga bara ágætisdag.... Dagurinn byrjaði bara eins og venjulega og svo þegar Ma var að fara inn með Kriss ákvað hún að tala við Carinu þar sem Kriss kom heim með bitfar eftir föstudaginn (sagði okkur að Morgan hefði bitið sig) og já svo að spyrja hana út í fyrir hvað Kriss væri að fá öll þessi strik í bókina sína.... Og jú jú Carina vissi ekki af því að Morgan hefði bitið Kristofer en ætlaði að tala við Morgan... Svo kom í ljós að Kriss væri óþekkur en hann er stundum að lemja hina krakkana (ekkert alvarlega sagði Carina, hún hélt þetta væri meira til að fá athygli þeirra heldur en að vilja þeim illt (vonum það :-))) en hún sagði að þegar hún væri að skamma hann fyrir að lemja þá bara ULLAÐI hann á hana og hann væri í raun og veru að fá strikin fyrir að ULLA og ekkert annað.... Og Oh mæ god Kriss er nýbyrjaður á þessu ULLU veseni svo mamma talaði við hann og sagði að það væri alveg bannað að sýna tunguna og þá svaraði Kriss bara en Morgan gerir það alltaf.... Já greinilegt hvar hann lærði að ULLA...... En annars sagði hún Carina að hann væri svakalega skemmtilegt barn og alltaf mikið líf í kringum hann (vá gott að fá nokkra GÓÐA PUNKTA).... En svo sagði Carina jafnframt að það væri greinilegt að Kriss væri ekki að skilja þetta stimpla/strika dæmi þar sem hann væri svo ungur og að hún væri fyrst og fremst að gera þetta hjá honum til að sýna hinum börnunum fram á að þetta væri ekki góð hegðun (svo Ma spurði og þá er hann sko LANG YNGSTUR það eru ALLIR töluvert ELDRI en Kriss í skólanum)...... En ég sagði að það væri alveg greinilegt að hann skyldi ekki kerfið en um að gera að halda því við og ekki gefa honum neitt eftir því þá gæti hann kanski skilið það á næsta ári.....
En nóg af Grallaranum okkar.... Unglingurinn minn já Góði Unglingurinn minn (vá hvað hann getur nú verið fullorðinn stundum).... Hann fékk Þýskuprófið sitt í dag og fékk 35 stig af 60 mögulegum eins og alltaf (sem gera hva 5,83 sem er bara ágætt) að vísu var Ma smá fúl þar sem það voru nokkrar klaufavillur en þá er ég að tala um hann skrifaði orðið alveg rétt en gleymdi að setja tvípunktinn yfir Aið.... og fyrir vikið er náttúrulega öll setninginn vitlaust, já þessar villur eru sko dýrkeyptar og fannst Oliver ósanngjarnt að hann fengi mínus 1 heilan fyrir svona smá villur (hann vildi fá mínus 0,5 fannst það sanngjarnara) en svo var margt erfitt í þessu prófi sem sást best á niðurstöðunum úr prófinu hjá öllum... En já við erum samt STOLT þetta er meira en við gætum og auðvita er Unglingurinn okkar alltaf að REYNA SITT BESTA og það er það sem skiptir máli ekki satt.... Ekki einhverjar niðurstöður!!!!
Já Kriss var búinn í hádeginu svo hann og Ma fóru á smá flakka og sóttu svo Oliver í skólan, þegar skólinn var búinn var það heimalærdómur hjá Oliver og Kriss fór í bílskúrinn með karlinum.... Eftir lærdóminn fóru Ma og Oliver bara tvö á flakk og það er sko alveg nauðsynlegt að fá að vera svona 2 ein stundum... Svo var það bara heim að borða og bælið (að vísu fékk Oliver að kubba)... En núna fer Unglingurinn að drífa sig í bælið líka og þá er bara komin ró í kotið....
En já ætli við segjum þetta ekki bara gott í bili....
Ógeð stutt í okkur....
Kv. Lúxararnir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home