miðvikudagur, mars 01, 2006

Oliver stóri á AFMÆLI í dag hann er 8 ára í dag...

Vá ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, litla STÓRA BARNIÐ mitt orðið 8 ára, vá hver hefði trúað því að tíminn LIÐI svona hratt.... En já hann náttúrulega þessi elska sefur eins og GRJÓT enda um að gera að njóta þess að vera í fríi nema hvað!!!!
Annars þá var dagurinn í gær frekar viðburðar lítill... Oliver vaknaði hringdi í Róbert vin sinn og fór út og sást ekkert aftur fyrr en um kvöldmatarleytið... Á meðan var Kriss á rúntinum með Pabba bara gaman hjá þeim (eða já ég býst við því, fékk aumingjans Kriss að heyra það að hann líktist pabba sínum en pabbi hans Óla Tóta (múrboltans) fannst hann bara kominn 25 ár aftur í tíman þegar hann sá Kriss en honum fannst Kriss bara nákvæmlega eins og pabbi sinn)....
Pabbi náði svo í Hálfdán og var hann með þeim Kriss á rúntinum, svo þegar Oliver skilaði sér fór hann með þeim (þeir ætluðu í keilu en þar sem allt var upptekið og öll tækin ónýtt fóru þeir bara á rúntinn í staðinn).... Ma fór hins vegar og kíkti á Ömmu löngu sem er sko orðin GÖMUL og ÞREYTT, en svona er það bara enda hún orðin fjörgömul gamla konan...
Fórum svo heim og þá kom Elísabet vinkona mömmu í heimsókn og gaf þeim bræðrum pakka en hún vildi leyfa Oliver að taka forskot á sæluna hvað afmælispakka varðar og hún er nú bara svo yndisleg að hún gefur alltaf Kriss líka pakka (og svo öfugt þegar Kriss á afmæli) og voru þeir bræður svaka ánægðir Oliver fékk FULLT af Tinna bókum (og var fögnuðurinn yfir þeim hjá þeim feðgum mikill) Kriss fékk Jón Odd og Jón Bjarna á DVD (bara snilld) og bók... Svo þeir sofnuðu ánægðir í gærkvöldi strákarnir.... Ekki amalegt að taka forskot á sæluna...
Svo í morgun þegar við vöknuðum var Amma sæta búinn að fara í Bakaríið og kaupa brauð og sætabrauð, já og fékk hún fyrst að kyssa Oliver til hamingju með daginn, og ekki er amalegur pakkinn sem bíður frá Ömmu (já hún var búinn að gefa honum pakka) eins og alltaf fær Oliver pening til að leggja inn á bankabókina sína (og að þessu sinni fær hann að fara sjálfur með peninginn í bankan, gerum það þegar hann vaknar)....
Svo já ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt með honum Oliver okkar í dag þar sem hann á nú AFMÆLI ekki á hverjum degi sem maður á svoleiðis, ha....
Segjum þetta gott í bili..
Vildi bara minna ykkur á hann Oliver minn sem er 8 ára.... Vá hann er bara 8 ára og kann fullt fullt af tungumálum og hefur sko þroskast mikið síðan við fluttum til Lúx fyrir tæpu ári síðan...
Takk fyrir að lesa og endilega kvitta nú í Gestabókina og senda stráknum afmæliskveðju...
Mamma ætlar svo að enda þetta á því að þakka PERLUNUM Elísabetu og Þórhildi fyrir alla hugulsemina en þær þessar elskur buðust til að baka fyrir afmælið hans Olivers (já það eru sko bara ekki allir eins) þökkum við þeim kærlega gott boð og aldrei að vita nema við þiggjum það, kemur í ljós á næstu dögum. En þær eru nú bara svo yndislegar að Mamma gat nú ekki sleppt því að minnast á þetta... Alltaf gott að eiga góða að, TAKK fyrir elskurnar okkar.
Kv. Mamma hans Olivers sem er 8 ára í dag...

2 Comments:

Blogger Oli Skoli 2000 said...

Elsku stór sæti strákurinn okkar
Til hamingju með 8 ára afmælið..
Þess óska þér
Mamma sæta
Pabbi Cool og
Kriss crazy

miðvikudagur, mars 01, 2006 1:22:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...


Takk fyrir síðast. Það var æðislega gaman að sjá ykkur :-)
Til lukku með daginn stóri strákur !!
Knús
Elísabet og co

miðvikudagur, mars 01, 2006 4:19:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home