fimmtudagur, mars 09, 2006

Fullt að gerast og SNJÓRINN AÐ FARA...

Góða kvöldið gott fólk
Já þá loksins skrifar Kellan... Málið er að við vorum svo lengi úti að hún komst bara ekki í þetta fyrr... Já Oliver var á Take wondo æfingu í kvöld og fór Ma með Kriss líka út í nóttina...
Annars gekk dagurinn í dag bara rosalega vel, þeir bræður voru fljótir á fætur og gera sig klára í morgun og þegar við fórum út var sko þvílík SNJÓKOMMA með RISA SNJÓKORNUM, svo þegar Ma var á leiðinni heim var komin slydda...
Ma fór svo í hádeginu að sækja Kriss og þá var sko kominn smá úði, en þegar hún fór út að sækja Oliver var komin RIGNING.. Í hádeginu voru þeir bræður sko bara eins og ljós að leika sér saman og við varla vissum af því, þvílíkur lúxus, ekki skemmdi það neitt fyrir að þeir fengu að vekja pabba sem fékk að sofa út í dag þar sem hann var að vinna í nótt...
Eftir hádegi fóru allir saman út og voru þeir bræður keyrðir í skólan.
Ma mætti svo ein eftir skóla að sækja Kriss og eins og vanalega er Kriss spurður "var gaman í skólanum í dag" þá setti okkar maður upp skrítinn svip og svaraði "nei bara LEIÐINLEGT ekkert gaman", ekki lengi að afgreiða þann pakka eða hvað.. En jú jú okkar maður fékk STIMPIL í dag og já nú er honum hrósað fyrir stimplana svo nú verður gaman að sjá hvort hann sé farin að skilja þetta STIMPLA dæmi...
Oliver duglegi labbaði svo bara sjálfur heim og byrjaði strax á heimalærdómnum þar sem hann veit að það verður að drífa hann af ef við eigum að ná að klára heimalærdóminn og borða áður en farið er á æfingu og gekk það eins og í sögu í dag...
Eftir matinn fórum við Kriss og skutluðum Oliver á æfingu sóttum Pabba í vinnuna og fengum svo að kíkja á Oliver á æfingu og okkar maður er sko farin að sparka fast, ekkert smá flott hjá honum.. Sáum að vísu það að Oliver var ekki alveg að skilja allt (enda tala þeir nánast eingöngu frönsku og Oliver er bara að byrja að læra hana) svo Ma talaði við einhvern strák sem var að þjálfa yngri krakkana og hann kann smá ensku svo Ma sagði að best væri að tala við Oliver á ensku, þýsku eða lúxemborgísku ef hann ætti að skilja hvað hann væri að segja... Svo kom Oliver þjálfari (sá er með svarta beltið) en Oliver okkar virðist skilja hann mjög vel enda talar hann við Oliver á þýsku eða lúxí... Svo nú vita þeir næst hvaða tungumál þarf að nota fyrir hann Oliver okkar en þau voru samt öll svaka góð við hann sem er sko nokkuð sem skiptir okkur MIKLU MÁLI...
Oliver er ákveðin í því að halda áfram í Takewondo sem er bara frábært... Svo nú er bara að setja það inn í skipulagði okkar...
Annars var þetta bara ágætis dagur svona ykkur að segja...
Ekkert merkilegt sem geriðst en það er bara svoleiðis stundum...
Segjum þetta gott af okkur í Lúxlandinu...
Kv. Mamma Mont og karlarnir..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home