þriðjudagur, mars 07, 2006

FULLT FULLT af snjó á venjulegum Mánudegi...

Góða kvöldið,
Já þá er tekin við hin venjulega daglega rútína okkar, strákarnir í skólan og karlinn í vinnuna... Sem er sko bara alltaf ágætt þó svo við værum náttúrulega öll til í að vera bara áfram í fríi á Íslandinu Góða...
Annars gekk ótrúlega vel að koma strákunum fram úr í morgun (ég þorði sko ekki að vona að þetta myndi ganga svona vel) en jú þetta hafðist sko bara ALLT SAMAN... Svo var það bara að drífa sig út í SNJÓINN og skutla þeim (sko það er FULLT FULLT af SNJÓ hérna hjá okkur en göturnar eru sko AUÐAR og það skiptir nú aðalmáli).... Þegar við vorum búinn að skutla strákunum þurfti Karlinn að ýta einhverri KELLU (sem kunni ekki að keyra bíl, karlinn var við það að henda kellingunni út úr bílnum og losa hann fyrir hann, en nota bene kellinginn var að reyna að moka snjóinn frá dekkjunum með SKÖFU já rúðusköfu, halló frá hvaða plánetu er fólkið hérna)...
Kriss var svo rosalega glaður þegar Ma mætti að sækja hann í hádeginu enda búinn að fara út að leika fullt í snjónum, og fannst honum nú samt frekar fúllt að Pa hefði bara ákveðið að vera heima að moka stéttina í staðinn fyrir það að sækja hann.. En það var sko allt á kafi í snjó út á stétt hjá okkur og það má bara ekki gerast því ef einhver flýgur á hausinn hérna fyrir utan þá er það á okkar ábyrgð, bara svona eins og í Ameríku....
Ma og Kriss fóru svo í búðina að ná í mjólk og eitthvað til að gefa ísskápnum smá fyllingu og fóru svo og sóttu Oliver í skólan... Þegar heim var komið var kominn vinnutími á karlinn og neituðu þeir bræður báðir að fara með í það að skutla honum svo Oliver stóri já þessi 8 ára karl bauðst bara til að passa Kriss meðan Ma myndi skutla karlinum.. Ekki mikið mál og voru þeir eins og ljós á meðan...
Ma og Kriss skutluðu svo Oliver aftur í skólan og fóru bara heim í afslöppun voru í leti stuði... Enda var Kriss vel þreyttur (fór seint að sofa og er bara enn að ná sér eftir MORGUNFLUGIÐ frá Íslandi)... Var alveg að sofna í sófanum hjá Ma en það mátti bara alls ekki gerast... Svo við Kriss drifum okkur út á rúntinn og sóttum svo Oliver...
Sem betur fer var Oliver með frekar lítinn heimalærdóm (þó svo við séum komin með upplýsingar fyrir næsta próf)... Svo Oliver lærði meðan Kristofer lék sér í sínu herbergi og Ma eldaði matinn (en þeir bræður báðu um Hrísgrjónagraut en hann er í miklu uppáhaldi á mínu heimili)....
Svo borðuðum við matinn og vorum heillengi bara í eldhúsinu í afslöppun enda allir enn frekar latir... Svo ákváðu þeir bræður að fara niður saman í smá TV sem var sko bara í lagi.. Svo var það bara bælið fyrir Kriss sem sofnaði sko mjög fljótlega enda greinilega ÞREYTTUR UNGUR MAÐUR... Oliver ákvað bara á sama tíma að fara í sitt herbergi og byrja að horfa á nýju Simpsons seríuna (en hann keypti sér hana fyrir afmælispeninginn eða já hluta af honum).. Svo já það var SNEMMA kominn ró í okkar hús sem er sko bara líka notalegt svona stundum...
Segjum þetta gott af Þreyttum Lúxurum í bili...
Enn og aftur TAKK fyrir Oliver hann er sko í skýjunum yfir öllum bóknum sem hann fékk í afmælisgjöf og auðvita líka ánægður með allt hitt, hann ákvað að við myndum fara í það við fyrsta tækifæri að taka til í hans herbergi og taka allar barnabækur út og setja þær í Kristofers herbergi... En hann lét mig samt við af því að hann yrði svolítið upptekin á næstunni á nefnilega eftir að Kubba svona eins og 4 eða 5 Legó kassa og lesa yfir 30 bækur fyrir utan Andrés blöð og Syrpu... Sem segir mér bara EITT já ætli það endi ekki með því að ég fari í það að taka til í herberginu hans...
Ein spurning svona í lokin??? Hvenær byrja strákar að taka til í herberginu sínu ALVEG SJÁLFIR já og SVÖR ÓSKAST......
Kv. Berglind og Karlarnir 3 í lífi hennar..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home