laugardagur, mars 11, 2006

Laugardagur til Lukku

Góða kvöldið
Já þá er hann Oliver okkar að jafna sig eða já með STOKKBÓLGNA efri vör og sár í munninum og 2 brotnar tennur en meira er það svo sem ekki enda alveg ágætur pakki ekki satt???? En hann fór nú samt í dag í Take wondo og var ég ekkert smá ánægð með það að hann skyldi drífa sig aftur af stað. Ég klára vissi nú hvernig ég ætti að segja þjálfaranum á þýsku að okkar maður væri með 2 brotnar tennur og sagði Oliver það í bílnum ægilega klár en já hann Oliver fann nú eitthvað að framburðinum hjá þeirri gömlu, eins gott að hann var með á staðnum til að leiðrétta mig ha.....
Nóg af þessu við sem sagt vöknuðum öll frekar LÖT sem var bara gott vorum bara að chilla og leika fram yfir hádegi þegar Oliver fór á æfinguna, sú Gamla skutlaði Oliver og skyldi hann svo bara eftir og sótti Gamla og Kriss og við fórum í bíltúr og skutluðum svo þeim Gamla í vinnuna og þá var bara komin tími á að sækja Oliver á æfinguna... Og ekki þykir Kriss það leiðinlegt að fara í Take wondo húsið var að sýna mömmu sinni hvernig maður gerir í Take wondo og kenna henni hvernig maður eigi að nota hendurnar til að berjast og fæturnar til að sparka (vá hvað er gott að hann kann þetta allt)....
Við ákváðum að skella okkur í mallið eftir æfinguna og gá hvort við gætum fundið frostpinna handa Oliver þar sem Ma vill ekki að hann borði neitt hart (er hrædd um framtennurnar hans vill ekkert eiga við þær eða koma við þær þar sem hann er svo bólginn ennþá)... Drifum okkur svo heim í ís og vildi þeir bræður að sú Gamla færi nú líka í það að elda mat... Og Oliver var búinn að velja kvöldmat dagsins og jú jú Bjúga var það heillinn.... Enda ekki mikið mál hún mjúk og ekkert mál að borða hana (Oliver má samt bara tyggja með jöxlunum núna ég tek ekki annað í mál)....
Eftir matinn fórum við saman niður og ætluðum að kíkja á Idol og já við urðum GEGGJAÐ FÚL það er bara búið að setja inn á netið fyrstu 10 mínúturnar svo já ekki var horft á það ha... Ákváðum bara í staðinn að kíkja á úrslitin... Svo var bara afslöppun og leikur þangað til Kriss átti að fara að sofa (en hann er sko búinn að vera ógeð þreyttur í dag enda fór hann seint að sofa í gær og er ekki búinn að ná sér eftir það)... Svo Kriss fór snemma í bælið..
Núna ætlum við Oliver að fara að kíkja á einhverja mynd í TV og njóta þess að vera bara tvö ein... Bara gaman hjá okkur...
Jæja dúllurnar mínar, segjum þetta gott af okkur í bili...
Kv. Oliver "með brotnu tennurnar", Kriss brosmildi og Gamla settið..

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, það er sko þvílíkur munur að hafa svona "unglinga" á heimilinu sem geta hjálpað manni með tungumálið ;-)
Vonandi hafið þið það notó í kvöld fyrir framan kassann.
Knús og kram
Elísabet

sunnudagur, mars 12, 2006 2:17:00 f.h.  
Blogger Páll Jónsson said...

Muna að taka fullt af myndum af íþróttameiðslunum, það er svo cool eftirá!!! Hmm annars á ég engar cool myndir af mér, nebblega aldrei lent í íþróttameiðslum.... afhverju ætli það sé..... ?
Annars hefur þú Berglind lent í íþróttameislum, manstu þegar þú varst að æfa skíði..
kv,
Krissa frænka

mánudagur, mars 13, 2006 4:50:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home