sunnudagur, mars 19, 2006

Æðislegt veður á góðum Sunnudegi...

Góða kvöldið,
Vá hvað við erum búin að eiga æðislegan dag og trúið mér EKKI skemmdi veðrið neitt fyrir okkur...
Strákarnir vöknuðu eldsnemma og fóru bara saman tveir niður (vá hvað er nú þægilegt að vera með 2 svona unglinga bara á heimilinu). Pabbi var að vísu niðri en alveg sama ekki heyrðist í þeim bræðrum.. Ma kom svo niður og skipaði öllum upp í morgunmat (þar sem þeir eru eins og áður sagði ekki alveg þeir duglegust í þeim pakka)... Svo fengu sér allir morgunmat og við tók algjör leti.. Oliver og Pabbi fóru upp í PS2 í einhverja keppni meðan við Kriss vorum bara í róleg heitunum. Á endanum gafst sú Gamla upp og heimtaði að allir færu út, þeir feðgar allir með tölu voru ekki eins hrifnir voru vissir um að það væri bara gott Gluggaveður en sú Gamla gaf sig ekki og fóru allir út á endanum... Oliver fór á hjólinu og þar sem hann fór á hjóli varð Kriss líka að fara á sínu hjóli og Ma sendi alla KAPPKLÆDDA út og vitir menn þegar við fórum af stað var bara þetta líka fína veður, vá hvað það var gott þeir voru komnir úr öllu strax.. Svo var hjólað smá og svo farið á róló..
Þegar við komum svo heim neitaði Kriss að fara inn sem var sko alveg skiljanlegt hann ákvað að fara bara út í garð að leika sér svo sú Gamla ákvað að setjast á svalirnar og fylgjast með honum og ég er að tala um ég sat úti á stuttermabol og búinn að bretta buxurnar vel upp (ég ákvað svo að kíkja á hitamælirinn okkar og vitir menn hann sagði hvorki meira né minna en 20°C vá hvað var kominn tími á þetta)... Ég sat úti í dágóðan tíma þar sem Kriss vildi ekki sjá það að fara inn, kom bara ekki til greina!!!!
Hann fékkst nú sem betur fer inn að lokum bara rétt til að fá sér kvöldmatinn og fara í sturtu (en merkilegt með þessa stráka það er alltaf bölvað vesen að fá þá í sturtuna en þegar þeir fara í hana neita þeir að fara úr henni og eru í sturtunni í lengri lengri tíma, stórmerkilegt ha!)...
Eftir mat og sturtu fengu þeir að fara niður þar sem Incredibles myndin var á Disney stöðinni og fá þeir að horfa á hana svo er það bælið fyrir Kriss enda þarf hann að vakna snemma í skólan á morgun.. Ákvað hann ef það yrði svona gott veður aftur á morgun þá ætti mamma að koma labbandi að sækja hann og við ættum svo bara að fara heim að leika okkur í garðinum og við svo sannarlega vonumst til að fá svona gott veður bara ÁFRAM ekki bara á morgun...
Jæja dúllurnar mínar þetta er sko komið nóg af MONTI um VEÐRIÐ...
Vonum að þið hafið átt góða helgi...
Kv. Við með Góða veðrið :-)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ,
snjóaði hérna í morgun en nú er það búið....
kv,
KB

mánudagur, mars 20, 2006 4:11:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ
Frábært að það sé komið svona gott veður hjá ykkur. Vonandi endist það bara :-)
knús
Elísabet

mánudagur, mars 20, 2006 5:14:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home